Engin gögn hafa fundist sem styðja fullyrðingar Jóhannesar Stefánssonar í þættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um útgerð sem hann stýrði í Namibíu. Þá sleppti Jóhannes mikilvægum atriðum í frásögn sinni sem gjörbreyta samhengi hennar. Þetta segir Samherji í nýju myndbandi sem er væntanlegt og hefur nú þegar verið birt neðangreind stikla úr því.
Samherji virðist vera með þessum fullyrðingum vera að neita öllum þeim sakargiftum sem fram hafa komið á hendur félaginu og tengdum félögum en rannsókn á þeim fer nú fram í a.m.k. níu löndum víðsvegar um heiminn. Jafnvel má túlka það sem svo að fyrirtækið vísi allri ábyrgð yfir á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara?
Umræða