,,Guð blessi Reykjavík“
Varð mér að orði þegar könnun um viðhorf til göngugatna var kynnt okkur í Skipulags og samgönguráði….
Bókun fulltrúa Miðflokksins vegna liðs nr.9 – Göngugötur Reykjavíkurborgar.
Fulltrúi Miðflokksins er löngu hættur að furða sig á framgöngu meirihluta borgarstjórnar í þessum málaflokki.
Spurningum í könnunum þeim sem hér eru kynntar eru ekki til þess fallnar að fá fram hug borgarbúa til þess er málið raunverulega varðar sem er:
Varanleg lokun Laugavegs allt frá Hlemmi til enda og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti til enda, fyrir bílum, allt árið um kring í öllum veðrum og vindum.
Á fyrri árum hefur spurningin verið:
Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann?
Í ár er spurningin:
,,Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni?´´
Hvers vegna?
Jú, meirihlutinn ákveður spurningarnar.
Aldrei er spurt réttu spurningarinnar:
Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart varanlegri lokun Laugavegs allt frá Hlemmi og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti,allt árið, í öllum veðrum og vindum?
Hætt er við að niðurstöður úr slíkri könnun yrðu ekki að óskum meirihluta borgarstjórnar.
Því er hennar ekki spurt.
Meirihlutinn virðist ætla að halda sig við fyrri stefnu sem best verður lýst í þeim orðum er féllu í umræðu um málið á fyrri stigum:
,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.´´
Guð blessi Reykjavík.
Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi Miðflokksins
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/20/laugavegurinn-omurlegur-audar-budir-til-leigu-eda-lundabudir/
Spurningum í könnunum þeim sem hér eru kynntar eru ekki til þess fallnar að fá fram hug borgarbúa til þess er málið raunverulega varðar sem er:
Varanleg lokun Laugavegs allt frá Hlemmi til enda og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti til enda, fyrir bílum, allt árið um kring í öllum veðrum og vindum.
Á fyrri árum hefur spurningin verið:
Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann?
Í ár er spurningin:
,,Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni?´´
Hvers vegna?
Jú, meirihlutinn ákveður spurningarnar.
Aldrei er spurt réttu spurningarinnar:
Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart varanlegri lokun Laugavegs allt frá Hlemmi og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti,allt árið, í öllum veðrum og vindum?
Hætt er við að niðurstöður úr slíkri könnun yrðu ekki að óskum meirihluta borgarstjórnar.
Því er hennar ekki spurt.
Meirihlutinn virðist ætla að halda sig við fyrri stefnu sem best verður lýst í þeim orðum er féllu í umræðu um málið á fyrri stigum:
,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.´´
Guð blessi Reykjavík.
Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi Miðflokksins
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/20/laugavegurinn-omurlegur-audar-budir-til-leigu-eda-lundabudir/
Umræða