2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Ölvaður ökumaður og undir áhrifum fíkniefna á Vesturlandsvegi

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Í dag var tilkynnt ítrekað um bifreið sem rásaði mjög á Vesturlandsvegi en grunur lék á að ökumaður væri ölvaður en hann ók bifreið sinni nokkrum sinnum á öfugan vegarhelming. Ökumaðurinn var handtekinn á Kjalarnesi nokkru eftir tilkynninguna en hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar þar til unnt verður að ræða við hann sökum ölvunarástands. Viðkomandi reyndist jafnframt vera undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 16:17 var karlmaður handtekinn á Hlemmi vegna gruns um líkamsrás a.m.k einn hlaut áverka eftir að hafa verið sleginn í andlitið af hinum handtekna. Viðkomandi gistir nú fangageymslur þar til unnt er að ræða við hann sökum ölvunarástands.