1.8 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Þjófar báru út muni úr húsnæði í Garðabæ

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir og að hugsanlega væri verið að bera út þýfi úr húsnæði í Garðabæ. Þegar lögregla kom á vettvang voru sökudólgarnir farnir af svæðinu. Kom í ljós á vettvangi að búið var að brjótast inn í alla vega einn bílskúr og stela þaðan verðmætum.

Skömmu síðar voru tveir aðilar handteknir í Múlahverfinu í Reykjavík, þar sem þau voru í bifreið og með þýfið meðferðir. Báðir aðilar voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins.

Allt þýfið fannst og verður skilað til eigenda.