0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Umferðarslys – bílvelta

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglunni á Vestfjörðum barst laust fyrir kl. 17 tilkynning um umferðarslys á norðanverðri Steingrímsfjarðarheiði sem liggur milli Steingrímsfjarðar og Ísafjarðardjúps.

Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang. Bifreið hafði oltið út af veginum og var ökumaður einn í bifreiðinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á vettvangi og mun flytja ökumanninn til Reykjavíkur. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Vegurinn er ekki lokaður vegna slyssins.