Veitingahúsið Kol leggur mikinn metnað í bæði þjónustu og þær veitingar sem boðið er upp á. Kol er veitingastaður sem maður vill heimsækja aftur… og aftur, því hann hefur allt upp á að bjóða sem er eftirsóknarvert fyrir gesti.
Kol er staðsett í hjarta Reykjavíkur við Skólavörðustíg
Eldhúsið á Kol leggur mikið uppúr „comfort“ mat með klassísku twisti. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta ásamt ýmis konar fingurfæðisrétta.
Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum.
Veitingastaðurinn er staðsettur á Skólavörðustíg 40 í Reykjavík. Hönnun staðarins er blanda af heitum nútíma íslenskum blæ, með alþjóðlegum blæ, þar sem húsgögn hönnuðarins Tom Dixon eru í aðalhlutverki.
Veitingastaðirnir eru á tveimur hæðum með opnu eldhúsi og glæsilegum bar. Veitingastaðurinn er með notalegum leðursófum og er með þægilegum stólum og fjölbreytta uppstillingu borða.
Kol Restaurant hefur öðlast miklar vinsældir fyrir skemmtilegt og kósý umhverfi og einstaklega fjölbreyttan matseðil. Veitingastaðurinn sækir innblástur hvaðanæva að til að búa til spennandi matseðil þar sem gestir geta örugglega valið rétti við sitt hæfi.
Gyoza tacos eru skemmtileg leið til að hefja máltíðina og dýrindis kolagrilluðu steikurnar eru frábærar, sem þú getur valið eftir þyngd. Hreindýrakjötið hlýtur einnig sérstök meðmæli gesta þegar umsagnir eru skoðaðar en þær eru allar á einn veg, þar sem ánægðir viðskiptavinir lofa staðinn.
Matseðillinn er í raun hlaðinn af réttum þar sem allir geta fundið það sem þá langar í.
Á matseðlinum er boðið upp á úrval af forréttum, salötum, fiski, steikum og eftirréttum. Nýstárlegir kokteilar eru einnig áberandi. Vínlistinn samanstendur af frábæru úrvali af vínum sem hafa verið sérstaklega valin til að passa fullkomlega við réttina.
Kol er staðsett í hjarta Reykjavíkur við Skólavörðustíg og býður upp á fágaða og aðlaðandi matarupplifun við öll tækifæri
Veitingastaðurinn býður upp á hlýlegt andrúmsloft ásamt frábærri þjónustu sem gerir hann að skylduheimsókn fyrir alla sem vilja upplifa góðan mat og drykk.
Veitingastaðurinn Kol er einstaklega þægilegur þegar fólk vill láta fara vel um sig. Stemmningin er ljúf og góð og notaleg, sem gerir veitingahúsið tilvalið fyrir bæði frjálslegan kvöldverð eða fyrir sérstök tilefni. Það er svo mikil kyrrð, yfirvegun og ró yfir staðnum, þrátt fyrir að setið sé á flestum borðum.
Þjónustan á Kol er til fyrirmyndar, þjónar eru vel vakandi yfir gestum staðarins og aldrei er langt að bíða þess að þeir athugi hvernig staðan er hjá gestum staðarins. Þeir veita fyrirmyndar upplýsingar um matseðilinn sem er fullur af margvíslegum girnilegum réttum og erfitt er að gera upp á milli þeirra.
Starfsfólkið nær miklu jafnvægi á milli fagmennsku og hlýju sem lætur matargestum líða vel.
Kol er þekkt fyrir skapandi og gómsæta matargerð og býður upp á allt það besta sem völ er á af íslensku hráefni.
Fréttatíminn gefur veitingahúsinu fimm stjörnur af jafn mörgum mögulegum, fyrir framúrskarandi rétti á matseðli sem og vínseðli. Eftirréttirnir eru einnig glæsilegir og bragðgóðir og öll matreiðsla er upp á tíu.
Upplifunin er sú að mikill metnaður er hjá öllu starfsfólki að sjá til þess gestir séu ánægðir með heimsóknina og það hefur svo sannarlega tekist mjög vel og veitingahúsið er eitt það vinsælasta í borginni, með tilliti til könnunar Fréttatímans á ánægju viðskiptavina með veitingar og þjónustu.
Að því sögðu hvetjum við til þess að fólk kíki á staðinn en vegna vinsælda er öruggara að panta borð með smá fyrirvara. Fleiri myndir eru hér fyrir neðan en veitingahúsið Kol er með góða Instagram síðu og Facebook síðu :