Bókun mín á forsætisnefnarfundi um stóra matarmálið í ráðhúsinu og svöngu huldumennina:
,,Eins og í kostnaðarliðnum varðandi skrifstofukostnað borgarfulltrúa barst „rangt“ svar við kostnaði borgarstjórnarfunda.
Kostnaðurinn sem snýr að veitingum var svimandi hár og út úr öllu korti eða rúmar 360.000 kr. á hvern fund. Nú hefur sú upphæð verið lækkuð í 208.000 kr. Einnig eru svörin mjög misvísandi hversu margir neyta þessara veitinga.
Borgarfulltrúar eru 23. Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn.
Það er mjög slæmt að umræðan um þetta mál hefur skaðað orðspor Múlakaffis vegna reikningskúnsta meirihlutans.
Hægt er að losna við þennan kostnað með því að byrja borgarstjórnarfundi að morgni. Reykjavíkurborg er stjórnvald sem verður að gefa upp rétt svör þegar eftir þeim er leitað. Þessi lækkun nú er pöntuð af skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og setur fjármálaskrifstofuna í vanda og rýrir traust á fjármálastjórn Reykjavíkur.
Eftir stendur hvert hafa veitingarnar farið sem skrifaðar hafa verið á borgarstjórnarfundi? Því verður meirihlutinn að svara.“ Segir Vigdís Hauksdóttir
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/04/jolamatur-i-radhusinu-en-utigangsfolk-uti-i-kuldanum/