• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Landsbankinn tilbúinn til sölu 

ritstjorn by ritstjorn
15. janúar 2019
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

,,Að hugsa sér að viðskiptabankarnir þrír séu búnir að skila hagnaði um eða yfir 800 milljarða“

Lilja Björk Einarsdóttir,                              Bankastjóri Landsbankans

Landsbankinn er tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið. Þetta sagði bankastjóri bankans í samtali við RÚV. Hún telur að bæði innlendir og erlendir aðilar muni hafa áhuga á að kaupa bankann. Íslenska ríkið á rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbók um fjármálakerfið sem var kynnt í desember eru stjórnvöld hvött til að hefja undirbúning að sölu á hluta af eignarhlut sínum í bankanum.
„Fyrir mér er bankinn auðvitað tilbúinn til sölu því að reksturinn stendur mjög vel og við stöndumst mjög vel alþjóðlegan samanburð,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans í viðtalinu. „Við erum með góð eiginfjárhlutföll, og lítum mjög vel út þegar við förum að bera saman kennitölur banka. Þannig að fyrir mér er auðvitað sá hluti í fínu lagi og við erum tilbúin til þess að hefja söluferlið. En svo verður auðvitað líka að meta það hvernig aðstæður eru á alþjóðlegum mörkuðum og hverjir eru mögulegir kaupendur bankanna. Það skiptir líka máli í þessu samhengi.“
Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson fjallar einnig um málið:  ,,Landsbankinn er tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið. Þetta sagði bankastjóri bankans. Var ekki talað um fyrir síðustu alþingiskosningar að endurskipuleggja ætti fjármálakerfið þar sem hagsmunir almennings yrðu hafðir að leiðarljósi. Margir stjórnmálamenn töluðu um að núna væri svo gott að endurskipuleggja fjármálakerfið, vegna þess að ríkið væri nánast með allt bankakerfið í fanginu.
Var ekki talað um að skoða samfélagsbanka þar sem hagsmunir neytenda myndi verða algerlega í fyrirrúmi, en núna virðist vera að allir séu að keppast við að selja bankanna til einhverja aðila sem munu klárlega halda uppteknum hætti við að níðast á almenningi með okurvöxtum, verðtryggingu og himinn háum þjónustugjöldum.

Að hugsa sér að viðskiptabankarnir þrír séu búnir að skila hagnaði um eða yfir 800 milljarða. En eins og allur almenningur veit þá báru viðskiptabankarnir stóra ábyrgð á þeim efnahagslegum hamförum sem íslenskur almenningur þurfti svo sannarlega að blæða fyrir.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að núna þegar talað er um að fara að selja einhverja af bönkum í eigu ríkisins þá sé margir gróðrarpungar farnir að sleikja útum eins og bannhungraðar hýenur sem bíða eftir að ráðast á bráð sína.
Ég trúi því bara ekki að ríkisstjórn Íslands nýti tækifærið og endurskipuleggi fjármálakerfið í eitt skipti fyrir öll þar sem hagsmunir neytenda verði teknir framyfir hagsmuni fjármálaelítunnar!“
Í nýlegri könnun Gallup um traust til bankakerfisins kemur hins vegar í ljós að mikill meirihluti almennings er jákvæður gagnvart eignarhaldi ríkisins á bönkunum. 62% sögðust mjög eða frekar jákvæð gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi viðskiptabanka, en aðeins 14% sögðust mjög eða frekar neikvæð gagnvart því.

,,Að hugsa sér að viðskiptabankarnir þrír séu búnir að skila hagnaði um eða yfir 800 milljarða“

Lilja Björk Einarsdóttir,                              Bankastjóri Landsbankans

Landsbankinn er tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið. Þetta sagði bankastjóri bankans í samtali við RÚV. Hún telur að bæði innlendir og erlendir aðilar muni hafa áhuga á að kaupa bankann. Íslenska ríkið á rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbók um fjármálakerfið sem var kynnt í desember eru stjórnvöld hvött til að hefja undirbúning að sölu á hluta af eignarhlut sínum í bankanum.
„Fyrir mér er bankinn auðvitað tilbúinn til sölu því að reksturinn stendur mjög vel og við stöndumst mjög vel alþjóðlegan samanburð,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans í viðtalinu. „Við erum með góð eiginfjárhlutföll, og lítum mjög vel út þegar við förum að bera saman kennitölur banka. Þannig að fyrir mér er auðvitað sá hluti í fínu lagi og við erum tilbúin til þess að hefja söluferlið. En svo verður auðvitað líka að meta það hvernig aðstæður eru á alþjóðlegum mörkuðum og hverjir eru mögulegir kaupendur bankanna. Það skiptir líka máli í þessu samhengi.“
Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson fjallar einnig um málið:  ,,Landsbankinn er tilbúinn til sölu og ekkert því til fyrirstöðu að hefja söluferlið. Þetta sagði bankastjóri bankans. Var ekki talað um fyrir síðustu alþingiskosningar að endurskipuleggja ætti fjármálakerfið þar sem hagsmunir almennings yrðu hafðir að leiðarljósi. Margir stjórnmálamenn töluðu um að núna væri svo gott að endurskipuleggja fjármálakerfið, vegna þess að ríkið væri nánast með allt bankakerfið í fanginu.
Var ekki talað um að skoða samfélagsbanka þar sem hagsmunir neytenda myndi verða algerlega í fyrirrúmi, en núna virðist vera að allir séu að keppast við að selja bankanna til einhverja aðila sem munu klárlega halda uppteknum hætti við að níðast á almenningi með okurvöxtum, verðtryggingu og himinn háum þjónustugjöldum.

Að hugsa sér að viðskiptabankarnir þrír séu búnir að skila hagnaði um eða yfir 800 milljarða. En eins og allur almenningur veit þá báru viðskiptabankarnir stóra ábyrgð á þeim efnahagslegum hamförum sem íslenskur almenningur þurfti svo sannarlega að blæða fyrir.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að núna þegar talað er um að fara að selja einhverja af bönkum í eigu ríkisins þá sé margir gróðrarpungar farnir að sleikja útum eins og bannhungraðar hýenur sem bíða eftir að ráðast á bráð sína.
Ég trúi því bara ekki að ríkisstjórn Íslands nýti tækifærið og endurskipuleggi fjármálakerfið í eitt skipti fyrir öll þar sem hagsmunir neytenda verði teknir framyfir hagsmuni fjármálaelítunnar!“
Í nýlegri könnun Gallup um traust til bankakerfisins kemur hins vegar í ljós að mikill meirihluti almennings er jákvæður gagnvart eignarhaldi ríkisins á bönkunum. 62% sögðust mjög eða frekar jákvæð gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi viðskiptabanka, en aðeins 14% sögðust mjög eða frekar neikvæð gagnvart því.
  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?