Lögreglan á Vestfjörðum tilkynnir að öllum rýmingum á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt:
Er um að ræða eftirtalin hús/svæði:
Minnihlíð og Fremri-Ós í Bolungarvík, Hraun í Hnífsdal, Múlaland 12 og 14, Seljaland 7 og 9, Höfði í Skutulsfirði, hesthúsabyggð í Engidal, rýmingareitur nr. 9 í Skutulsfirði (atvinnuhúsnæði), Ísafjarðarflugvöllur, Funi móttökustöð, eldri byggð og atvinnusvæði í Súðavík, Aðalgata nr. 34, 36 og 38 á Suðureyri, Sætún 1, 7 og 9 á Suðureyri og atvinnuhúsnæði á Suðureyri.
Eyrarhlíð, Skutulsfjarðarbraut og Súðavíkur og Kirkjubólshlíðar opnar.
Nú hafa vegirnir um Eyrarhlíð og Skutulsfjarðarbraut verið opnaðir á ný. Þá er Vegagerðin að opna veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Hins vegar er beðið með að skoða Flateyrarveg.
Hvatt er til þess að fylgst sé með færð á vegum á vefsíðu Vegagerðarinnar og upplýsingasímann 1777.