Þrír karlar á þrítugsaldri voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í átta daga gæsluvarðhald, eða til 22. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðna nótt.
Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.
Lögregla var send í nokkur mál í nótt. Þar má t.d. nefna aðstoð við sjúkralið vegna ofskömmtunar, tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi og tilkynningar vegna undarlegs aksturslags svo eitthvað sé nefnt.
Einn ökumaður var stöðvaður undir áhrifum fíkniefna eða lyfja, annar var svo án ökuréttinda. Þremur útköllum var sinnt sem sneru að umferðaóhöppum og reyndust þau öll minniháttar.
Þá var eitthvað um tilkynningar vegna ölvunar og hávaða.