Varasjóðurinn sérstaklega fyrir tjón vegna náttúruhamfara –Sjóðurinn nánast tómur núna
Það vakti athygli margra að settur yrði sérstakur skattur á fasteignaeigendur í landinu til að fjármagna útgjöld vegna eldgosa og náttúruhamfara. Sérstakur varasjóður er til sem á að nota til slíkra verka og var settur 34 og hálfur milljarður á árinu í þann sjóð. Þegar betur er að gáð er búið að eyða megninu af því fjármagni og aðeins 3,8 milljarðar eftir í sjóðnum. Greitt hafði verið til málefna hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins í Hörpu úr þessum neyðarsjóði. Eyjólfur Ármannsson alþingismaður Flokks fólksins ræddi þetta mál í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í nóvember s.l. Þar segir jafnframt:
,,Frumvarp um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga sem samþykkt var á Alþingi í gær og gerir ráð fyrir að lagt sé árlegt gjald á allar húseignir sem nemur 0,08‰ af brunabótamati samkvæmt lögum um brunatryggingar til þess að fjármagna framkvæmdir við mannvirkja til að verja innviði.
Eyjólfur segir að Flokkur fólksins hafi lagt fram breytingartillögu þess efnis að skatturinn sem nefnist forvarnagjald yrði felldur út úr frumvarpinu og að nýta ætti svokallaðan varasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum til þess að bregðast við óvæntum ófyrirséðum fjárútlátum.
Varasjóðurinn sérstaklega fyrir tjón vegna náttúruhamfara
Hann bendir á að varasjóðurinn sé einmitt ætlaður til að bregðast við meðal annars við útgjöldum vegna eldgosa og náttúruhamfara og sé beinlínis að finna þá vísun í lögskýringargögnum.
„það að þessi varasjóður skuli ekki vera notaður í þetta þykir mér alveg furðulegt en á þessu ári voru settir í þennan varasjóð 34 og hálfur milljarður og það er reyndar búið að nota megnið af því en í frumvarpinu um fjáraukalög kemur fram að í sjóðnum sé núna 3,8 milljarðar“ segir Eyjólfur.
Greitt úr sjóðnum til mála sem falla ekki undir náttúruhamfarir
Aðspurður um í hvað þeir fjármunir hafi farið sem voru í sjóðnum segir Eyjólfur að það hafi farið 19,5 milljarðar í launahækkanir, ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir og svo 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks. Síðan er það ráðstöfun vegna vinnslu fjáraukalagafrumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarðar fari í málaflokkinn um umsækjendur um alþjóðlega vernd. Leiðtogafundur Evrópuráðsins var einn og hálfur milljarður. Þá voru dómkröfur umfram útgjöld 1400 milljónir, endurmat á gengisforsendum eru 1.314 milljónir. 237 milljónir voru settar vegna riðu í Miðfirði og svo embætti ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og snjóflóða með 198 milljónir. Svo er það Veðurstofa Íslands vegna eldgosa og uppsetningu mæla á Seyðisfirði voru um 55 milljónir.
Sjóðurinn nánast tómur núna
„og núna eru í sjóðnum rétt tæpir 3,8 milljarðar og það segir beinlínis í frumvarpinu til fjáraukalaga að ekki hafi verið tekið frekari ákvörðun um úthlutun og því sé til staðar tæplega 3,8 milljarða svigrúm til þess að bregðast við óvæntum útgjöldum svo sem vegna jarðhræringa og mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi fyrir lok þessa árs ef til þess kæmi “ segir Eyjólfur.
Hann segir að því sé það algerlega skýrt að þarna eigi að sækja fjármuni til þessara framkvæmda en samt sé verið að leggja skatt á húsnæðiseigendur sem sé eðli málsins samkvæmt lítill fyrir suma en talsvert mikill fyrir aðra því þarna sé miðað við höfuðstól.“
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan
Tveggja milljaðra partý á Íslandi – Mengandi þotur frá 46 löndum