Öflug sprenging varð í miðborg Malmö í Svíþjóð rétt fyrir miðnætti (23:56) í gærkvöld að sænskum tíma. Sænskir fjölmiðlar greina frá máliu og segja sprenginguna hafa orðið á kaffihúsi við Rasengard.
Sprengjusérfræðingar lögreglunnar hafa girt svæðið í kringum kaffihúsið og vitni verða yfirheyrð og öryggismyndavélar í nágrenninu verða skoðaðar.
Engar upplýsingar hafa borist um slys á fólki vegna spreningarinnar, en kaffihúsið er ónýtt. Ekki er vitað hverjir eru ábyrgir fyrir sprengingunni og enginn verið handtekinn vegna málsins.
Umræða