Það nálgast ný lægð landið úr suðri í dag. Það verður því vaxandi austan og norðaustanátt á landinu, 13-20 m/s síðdegis, en hvassara um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Gular viðvaranir ganga í gildi eftir hádegi á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Suðausturlandi. Það verður víða úrkoma með köflum, ýmist á formi snjókomu, slyddu eða rigningar, en úrkomulítið suðvestanlands. Það hlýnar með deginum, og seinnipartinn verður hitinn 0 til 6 stig, hlýjast suðaustanlands.
Það dregur úr vindi og úrkomu í nótt, og það verður skaplegt veður víðast hvar á morgun. Annað kvöld og aðfaranótt mánudags hvessir af norðri með snjókomu norðanlands, en svo er útlit fyrir batnandi veður þegar líður á mánudaginn.
https://www.windy.com/?2020-02-25-00,61.575,-8.394,5
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustanátt, víða 13-18 m/s, en 18-25 m/s norðvestantil og syðst á landinu. Snjókoma á köflum, en slydda eða rigning um austanvert landði og þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Austlæg átt 5-13 m/s í fyrramálið, skýjað með köflum og úrkomulítið. Vaxandi norðaustanátt seint á morgun, 13-20 norðantil seint annað kvöld með ofankomu. Frost 0 til 8 stig á morgun, en frostlaust með suðurströndinni.
Spá gerð: 15.02.2020 10:50. Gildir til: 17.02.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan og norðaustan 10-18 og dálítil snjókoma norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestantil, en léttir til norðan- og austanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi.
Á miðvikudag:
Hæg suðlægátt, þurrt og kalt í veðri. Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, og síðar rigningu, og hlýnandi veðri.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðanátt með snjókomu eða slyddu, en hægari breytileg átt og víða rigning um austanvert landið.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum en þurrviðri sunnantil. Kólnandi veður.
Spá gerð: 15.02.2020 08:11. Gildir til: 22.02.2020 12:00.