Sólveig Anna Jónsdóttir hefur verið kosin nýr formaður Eflingar stéttarfélags. Bjarni Rúnarsson fréttamaður Rúv ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem leiðir B-listann, í beinni útsendingu í tíufréttum sjónvarps.
Hún sagði mikinn spenning í sínu fólki. „Ég get ekki lýst innri líðan minni á þessari stundu. Spennan er eiginlega bara hræðileg“ sagði Sólveig Anna. Hún segist ánægð og stolt með kosningabaráttu síns fólks í viðtalinu.
Sólveig Anna Jónsdóttir er kjörin næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A listi fékk 1434 atkvæði, B listi fékk 2047 atkvæði og C listi 331 atkvæði.
Sjá nánar á https://www.efling.is/2022/02/b-listinn-sigradi-i-stjornarkosningu-eflingar-2022/
Umræða