Þessa dagana hafa SFS samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem ég vill frekar kalla samtök milljarðamæringa, þau hafa ansi hátt og beita grimmt sínum húskörlum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Sumir þessara húskarla koma frá byggðalögum sem eru orðinn ansi döpur útgerðarlega séð, það helsta sem getur hjálpað þessum byggðalögum og fólki sem þar býr er að það fái róa á sínum trillum til fiskjar.
Líklegasta ástæða þessara hávaða í SFS og húskörlum þeirra er sú að ef milljarðamæringarnir fá 1000 tonnum meira af þorski í sitt kerfi sem þeir gætu verið að veðsetja, eða braska með þá erum við að tala um verðmæti upp á 8 milljarða króna, ef þetta eru 10.000 tonn þá erum við að tala um 80 milljarða króna.
Það er með ólíkindum að milljarðamæringar séu að fara af taugum, flestir komnir á aldur, ef trillukallar og margir af fyrrum starfsmönnum þeirra séu að fara að veiða nokkrum tonnum meira af þorski sem kæmi sér afskaplega vel veikum byggðalögum landsins sem eru í sárum eftir að kvótakerfið var sett á.
Þessir fullorðnu karlar og milljarðamæringar þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að múta sig inn í himnaríki og ekki heldur hægt að taka milljarðana með sér þangað, og því síður til helvítis, undirritaður er full viss um að þeir séu eina stétt landsins sem ekki fari ekki til helvítis þar sem skrattinn sjálfur vilji ekki sjá þá.
Það var gömul kona sem sagði: það skiptir engu máli hvað þú átt mikla peninga þegar þú deyrð, heldur er það minningin um hvernig mann þú hafðir að geyma.
Guðlaugur Jónasson formaður smábátafélagsins Bárunnar í Hafnarfirði og Garðabæ.