Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu en hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts sem að var haldinn í dag.
Ingimundur segir að ný lög um fyrirkomulag póstþjónustunnar væru óhjákvæmileg, sem að taka gildi árið 2020, og segir að það sé mikilvægt að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga vegna þeirra.
„Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts. Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“segir m.a. í yfirlýsingu Ingimundar.
„Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Sagði Ingimundur.