Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö í dag að flestir sem smitaðir eru komu frá skíðasvæðum í Ölpunum. 23% væru með óþekkta smitleið og um það bil helmingur smitaðra væru búnir að vera í sóttkví.
Rannsökuð hafa verið um 1.800 sýni og 163 hafa greinst með kórónu veiruna.
Þrír eru rúmfastir á Landspítala vegna smits og þar af einn á gjörgæslu. Um er að ræða einstaklinga á sextugs- og sjötugsaldri, en tveirhafa verið útskrifaðir sem áður voru inni á spítalanum.
Þá eru jafnframt 130 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og þar af eru 13 í einangrun, Þórólfur segir að aðgerðir sem gripið hafi verið til, hafi skilað árangri, því annars væru mun fleiri smitaðir en raun ber vitni. Fram koma á fundinum að búast megi við röskun á skólastarfi og samkomubann tekur gildi á miðnætti.