Um 100 manns komu saman á ísilögðu Mývatni um síðastliðna helgi til að dorga. Viðburðurinn er partur af Vetrarhátíð við Mývatn en þá geta gestir og gangandi prufað að dorga í boði Veiðifélags Mývatns
Dorgið nýtur alltaf gífurlegra vinsælda á Vetrarhátíðinni sem er haldin ár hvert í byrjun mars að sögn veiðar.is Veiðivefurinn Veiðar.is var að sjálfsögðu á svæðinu og fylgdist með veiðiskapnum og birti flottar myndir.
,,Veðrið lék við gesti á Mývatni og ísinn var hnausþykkur og góður. Þótt veiðin hafi ekki verið uppá marga fiska þar sem aðeins ein branda kom upp úr vök var gleðin við völd og bros á hverju andliti.
Gestir fengu leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að við dorgið frá Leifi Hallgrímssyni hjá Veiðifélagi Mývatns og gàtu svo hlýjað sér við góðan kakóbolla í boði.“ Segir í fréttinni.
Umræða