
Elon Musk sendi í gækvöldi eldflaug til að bjarga tveimur bandarískum geimförum sem voru fastir úti í geimnum.
,,Biden hafði sent þau upp fyrir mörgum mánuðum, en karlinn var gú gú ga ga og gleymdi þeim.
Hefðbundnir fjölmiðlar munu ekki segja þér þetta.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson.
Áætlað er að SpaceX flytji tvo geimfara aftur til jarðar. Geimfararnir, Butch Wilmore og Suni Williams, áttu að vera um viku í geimstöðinni þegar þeir fóru upp í júní síðastliðnum. En þeir urðu strandaglópar í geimnum í níu mánuði eftir að Boeing flaug þeirra bilaði.
Undanfarna mánuði hafa Trump forseti og náinn ráðgjafi hans Elon Musk ítrekað haldið því fram að ákvörðunin um að skilja Williams og Wilmore eftir í geimnum hafi verið af pólitískum ástæðum, vegna forsetakosninganna.
„Biden skammaðist sín fyrir það sem gerðist í geimnum, og sagði „Látið þá vera þarna uppi,“ þetta sagði Trump í viðtali við fréttamann á Oval Office þann 6. mars. „Elon er núna að undirbúa eldflaug til að fara upp og ná í þá.“