Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir suðaustan og sunnan 10-18 m/s og súld á köflum, en yfireitt bjart veður á Norður- og Austurlandi. Suðaustan 8-15 á morgun og rigning, en bjartviðri norðaustanlands. Fer að draga úr vindi og úrkomu seinnipartinn á morgun og verður orðið tiltölulega rólegt veður annað kvöld. Hiti 7 til 14 stig í dag og á morgun, hlýjast fyrir norðan. Fremur hægur vindur á sunnudag. Lítil úrkoma á landinu og kólnar heldur í veðri.
Veðuryfirlit
400 km V af Vestfjörðum er 983 mb lægð sem fer NV og eyðist. 1100 km SV af Reykjanesi er 979 mb lægð á norðurleið. Skammt SV af Lófót er heldur vaxandi 1032 mb hæð sem þokast S.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og sunnan 10-18 m/s og súld á köflum, en yfirleitt þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi á morgun með rigningu víða, en áfram þurrt norðaustanlands. Suðlæg átt 3-10 annað kvöld. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt og súld með köflum, 10-18 m/s seinni partinn.
Suðaustan 8-13 á morgun og rigning, en hægari undir kvöld og smáskúrir. Hiti 7 til 10 stig, en kólnar annað kvöld.
Gul viðvörun vegna veðurs: Austfirðir og Suðausturland
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (páskadagur):
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og lítilsháttar skúrir, en þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðan 5-13 m/s. Rigning eða slydda um landið austanvert, en þurrt og víða bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti frá 1 stigi í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 11 stig syðst.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Slydda eða snjókoma í fyrstu á norðanverðu landinu og hiti um frostmark. Bjart með köflum sunnanlands og hiti að 8 stigum yfir daginn.
Á miðvikudag:
Stíf suðaustanátt og rigning, einkum á sunnanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austlæg eða breytileg átt og bjart fyrir norðan, en lítilsháttar væta syðra. Hiti 4 til 10 stig að deginum.