Enginn var með fyrsta vinning í Eurojackpot-útdrætti kvöldsins en þrír miðahafar skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 98 milljónir í sinn hlut.
Miðarnir voru keyptir í Noregi og tveir í Þýskalandi. Þá skiptu þrír með sér 3. vinningi kvöldsins og fá þeir rúmar 34 milljónir hver. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi.
Einn var með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum, Hafnarfirði.
Umræða