• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 23. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Hvern er verið að friðþægja?

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
15. maí 2023
in Aðsent & greinar, Fréttir, Innlent
A A
0
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skrifar

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum.

Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð.

Drögum línu í sandinn

En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið.

Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins.

Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu

Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar.

Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu.

Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi.

Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg

En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með – og er bundið áfram öldum saman.

Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum – stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar.

Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í.

Hvern er verið að friðþægja?

Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans?

Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast?

Umræða
Share5Tweet3
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Rannsókn á andláti

    353 deilingar
    Share 141 Tweet 88
  • Lýst eftir Hlyni Gíslasyni

    59 deilingar
    Share 24 Tweet 15
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    18 deilingar
    Share 7 Tweet 5
  • Risagjaldþrot Heima ehf. – Heimahúsið í sama húsnæði

    36 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Miljarð króna gjaldþrot á fasteign sem hýsir Heimahúsið – Engar eignir fundust

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?