Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir Ingibjörgu Evu Löve fyrir tilraun til manndráps
Ingibjörg var einnig dæmd til að greiða manninum sem hún réðist á 800 þúsund krónur í miskabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina milljón króna. Brotaþoli hafði krafist þess fyrir Landsrétti að ákærða yrði dæmd til að greiða honum 3.000.000 króna í skaðabætur ásamt vöxtum en til vara að niðurstaða héraðsdóms um miskabætur og vexti væru staðfest. Ákærða krafðist þess að skaðabótakrafan yrði lækkuð verulega.
Í dómnum kemur fram að Ingibjörg og samverkamaður hennar, hafi ráðist á manninn og slegið hann nokkrum sinnum með hafnaboltakylfu, sem þau skiptust á að beita.
Höggin komu m.a. í höfuð mannsins, með þeim afleiðingum að hann hlaut 3 cm langan skurð á hnakka, nokkrar litlar skrámur og marbletti á hálsi, 2×3 cm marblett yfir vinstri öxl og verk við hreyfingu um öxlina, nokkrar skrámur á hægri handlegg í hæð við olnboga og punktblæðingar í húð á aftanverðum framhandlegg sömu megin, 3×3 cm mar neðan við hnéskel hægra megin og hruflsár yfir og minni hruflsár á ofanverðri rist sömu megin.
Og á meðan á framangreindri atlögu stóð, hafi Ingibjörg Eva, stungið manninn með hnífi í brjóstkassa, með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð yfir rifbili 4 hægra megin á brjóstkassa, sem litlu mátti muna að snerti innri líffæri, en stungan lá nálægt slagæð aftan við rifbein og hefði getað valdið alvarlegri blæðingu.
Hún var einnig dæmd sek fyrir brot gegn valdstjórninni og vörslu fíkniefna. Fíkniefnalagabrotið varðaði það að hún var með í vörslum sinni 3,9 g af maríhúana og 0,97 g af kókaíni, sem lögreglan fann við leit á henni umrætt sinn.
Landsréttur leit til þess við ákvörðun refsingar að brotið var fólskulegt, heiftúðugt og tilefnislaust. Ásetningur hennar hafi verið einbeittur. Þá sé litið til þess að hún beitti hættulegum aðferðum og vopnum og að mildi þyki að ekki hafi farið verr.
Nánar um málið:
Ákæra dagsett 25. ágúst 2017
Málsatvik:
Þann 5. júní 2017 kl. 5:39 barst tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um slagsmál nokkurra aðila fyrir utan […]. Var lögreglubifreið þá tafarlaust send á vettvang. Þá barst önnur tilkynning kl. 5:41 frá E sem kvað aðila hafa verið stunginn við […]. Var sérsveitin þá einnig send á vettvang.
Í frumskýrslu lögreglu er aðkomu á vettvangi lýst. Þar segir að ákærða hafi sést skríða inn um glugga neðri hæðar […]. Þá hafi heyrst öskur og læti í íbúðinni. Á vettvangi voru ákærðu og brotaþoli. Ákærða hafi haldið á raflostbyssu. Þá mátti sjá stungusár á brotaþola og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku LSH. Ákærðu voru handtekin og færð í lögreglubifreið.
Í íbúðinni að […] fundust fíkniefni á nokkrum stöðum en greinileg merki voru um neyslu og hugsanlega sölu fíkniefna. Fyrir utan húsið í garði upp við steinvegg fannst blóðugur hnífur og blóðug kylfa. Teknar voru ljósmyndir utandyra og í íbúðinni sjálfri.
Í skýrslunni kemur fram að rætt hafi verið við tilkynnanda á vettvangi sem kvaðst hafa heyrt öskur úr kjallara húss að […] og tvo karlmenn koma þaðan út en báðir hafi verið blóðugir Hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann“. Þá hafi ákærða sagt við meðákærða „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en meðákærði hafi sagt „ég faldi dótið“.
Rætt var við ákærðu Ingibjörgu í lögreglubifreiðinni en hún hafi verið mjög æst og talað samhengislaust í hringi. Fram kom að hún hefði verið í slitróttu sambandi við brotaþola og hún hafi verið orðin leið á kjaftæði og illri meðferð og ákveðið að „feisa“ hann. Henni hafi verið mjög brugðið þegar hún hefði hringt í brotaþola og kvenmaður hefði svarað í símann. Hún hafi því farið heim til hans og ráðist á hann og þau slegist í íbúðinni. Ákærða var flutt á slysadeild vegna áverka á hægri hendi og eftir það á lögreglustöð. Við leit á henni fundust fíkniefni sem voru haldlögð.
Meðákærði var fluttur á lögreglustöð. Við leit á honum fundust fíkniefni sem voru haldlögð. Þá fannst kylfa sem hann hafði komið fyrir undir buxnastreng. Kvaðst hann hafa farið með ákærðu heim til brotaþola en hún hafi ætlað að ræða við hann. Hún hafi haft kylfu meðferðis en ætlunin hafi verið að hræða brotaþola.
Rætt var við brotaþola í tvígang á bráðamóttöku LSH. Greindi hann frá því í fyrra skiptið að ákærða hefði hringt í hann og hann beðið B vinkonu sína að svara í farsíma hans. Hafi ákærða orðið afbrýðisöm og komið síðar með meðákærða og byrjað að slást. Hún hafi fyrst slegið hann með kylfu í höfuðið en eftir það hafi allt gerst hratt. Hann kvaðst ekki vita hver hefði stungið hann með hnífnum. Í seinna skiptið greindi hann frá því að ákærða hefði ráðist á sig með hníf og stungið sig í brjóstkassann. Kvaðst hann ekki hafa veitt því athygli strax að hann hefði verið stunginn. Hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna.
Meðal gagna er upptaka af símtölum til neyðarlínunnar og endurrit þeirra í tengslum við ofangreindan atburð. Þar á meðal er símtal kl. 5:39 frá tilkynnanda E, sem áður er vikið að, en símtalið varir í 5 mínútur og 17 sekúndur. Þar má heyra tilkynnanda segja að kona með hníf hafi stungið mann og lýsa nákvæmlega því sem fyrir augu bar. Kemur þar m.a. fram að kona þessi sé alblóðug og að hún segi „hvar er hafnaboltakylfan mín?“ og „hvar er hnífurinn minn?“. Þá lýsi hún því að konan hafi vafið handklæði utan um handlegginn á sér og reynt að brjóta rúðu en síðan reynt að fara inn um glugga í kjallaraíbúð húss nr. […]. Þá lýsi vitnið öðrum mannaferðum.
Brotavettvangur var ljósmyndaður og segir í skýrslu tæknideildar að á gólfi í sameiginlegum gangi, stofu og í eldhúsi hafi verið blóð á víð og dreif. Af ljósmyndum sést að blóð er mest áberandi á gangi framan við inngang að íbúð.
Þá er í gögnum málsins að finna skýrslu tæknideildar og ljósmyndir af hníf og hafnaboltakylfu sem fundust á vettvangi. Um fjaðurhníf er að ræða sem opnast þegar þrýst er á takka. Á honum voru blettir sem reyndust vera blóð. Lengd hnífsins var 12 cm lokaður en 21 cm opinn. Breidd blaðsins var 2,5 cm og lengd þess 9 cm. Einnig liggja fyrir ljósmyndir sem teknar voru á lögreglustöð af áverkum sem sjáanlegir voru á ákærðu og blóðugum fatnaði þeirra.
Gefið var út bráðabirgða læknisvottorð F, 5. júní 2017 þar sem fram kemur að brotaþoli hafi orðið fyrir hnífsstungu þá um nóttina. Við komu á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss hafi hann verið vakandi og lífsmörk stabil. Hann hafi verið með skurð hægra megin á brjósti sem náði aðeins niður í mjúkvefi. Tölvusneiðmynd hafi sýnt að stungan náði ekki niður að lunga en skurðurinn hafi verið mjög nálægt stærri slagæð í vöðva. Hefði lífshótandi blæðing inn á lunga getað orðið ef hnífurinn hefði snert æðina.
Þá hafi verið minni skurður aftan á hnakka og aflögun á hendi hægra megin. Í vottorði læknisins frá 13. júlí 2017 segir að við komu á bráðamóttöku hafi brotaþoli verið vakandi og skýr og lífsmörk eðlileg fyrir ástand. Hann hafi verið nokkuð ör í fasi og mikið af ofhreyfingum einkum kjálka.
Fram kemur í vottorðinu að ástand brotaþola hafi verið stöðugt á bráðamóttöku. Tölvusneiðmynd hafi sýnt að skurður yfir brjóstkassa nái ekki niður að fleiðru lungans, þ.e. snerti ekki innri líffæri en þó megi litlu muna. Af loftdreifingu á myndinni megi sjá að stungan liggi nálægt slagæð aftan við rifbein og hæglega hefði getað orðið alvarleg blæðing. Sárin hafi verið saumuð og fylgst með brotaþola á bráðamóttöku yfir nóttina. Brotaþoli hafi verið brotinn á vinstri (svo) hendi (boxarabrot) og settur í gifs.
Samantekið sé um að ræða djúpan skurð hægra megin yfir brjóstholi, skurð á höfði og brot á hægri hendi auk margra minni háttar áverka, fyrst og fremst á útlimum. Var brotaþoli greindur með opið sár á framvegg brjóstkassa, brot á öðrum miðhandarbeinum og opið sár á höfði. Hann var útskrifaður heim á verkja- og sýklalyfjum. Ekki voru teknar ljósmyndir af áverkum brotaþola.
Meðal gagna málsins er álit G réttarmeinafræðings, „á áverkum á ákærðu sem mögulega urðu til í átökum við kærasta hennar“. Áverkum ákærðu, sem jafnframt voru ljósmyndaðir, er ítarlega lýst í álitinu.
Þá liggja fyrir niðurstöður mælinga Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á blóðsýni ákærðu, brotaþola og vitnanna B og H. Öll voru þau undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Í ákærðu Ingibjörgu mældist 0,82% alkóhól, alprazólam 65 ng/mg, amfetamín 25 ng/ml, kókaín 125 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 17 ng/ml. Segir í matsgerðinni að alprazólam sé lyf við kvíða af flokki benzódíazepína sem hafi slævandi áhrif á miðtaugakerfið. Styrkur þess í blóði bendi til töku þess í háum lækningalegum skömmtum. Lyfið sé samverkandi með alkóhóli og auki á ölvunaráhrif þess.
Hlutaðeigandi hafi verið undir áhrifum áfengis, slævandi áhrifum alprazólams og tetrahýdókannabínóls og einnig örvandi áhrifum kókaíns og amfetamíns, þegar sýnin voru tekin.
Í ákærða Y mældist alprazólam 10 ng/ml, kókaín 60 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,9 ng/ml. Í matsgerð segir að styrkur alprazólams í blóði hans hafi verið eins og eftir töku þess í læknanlegum skömmtum. Alkóhól í blóði mældist 0,42%.
Niðurstöður mælinga blóðsýnis brotaþola sýndu alprazólam 10 ng/ml, amfetamín 190 ng/ml, MDMA 110 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 12 ng/ml. Segir í matsgerð að brotaþoli hafi verið undir miklum örvandi áhrifum MDMA yfir eitrunarmörkum og amfetamíns og einnig undir slævandi áhrifum tetrahýdrókannabínóls og alprazólams, þegar blóðsýni var tekið.
Ákærða Ingibjörg Eva var yfirheyrð hjá lögreglu 5. júní 2017. Kvað hún erindi sitt við brotaþola hafa verið að skila honum nokkru magni taflna sem hann átti. Þau hafi áður verið að „deita“. Hún hafi hringt í hann og hafi kona svarað í símann sem hún hafi rifist við en konan hafi haft í hótunum við hana. Hafi hún orðið reið og fengið meðákærða til að koma með sér til brotaþola til að vernda hana.
Kannaðist hún við að hafa tekið með sér hafnaboltakylfu og raflostbyssu en kannaðist ekki við hníf. Hún kvaðst hafa orðið „ógeðslega reið“ og ætlað að lemja konuna. Hafi hún bankað á dyrnar og brotaþoli komi til dyra. Hún hafi sveiflað kylfunni, miðað á hann og slegið. Hann hafi síðan náð af henni kylfunni og þau lent í gólfinu. Ákærða bar að mestu fyrir sig minnisleysi um atvik að öðru leyti, en fram kemur í skýrslunni að framburður hennar hafi verið mjög ruglingslegur og ótrúverðugur.
Hún kvaðst hafa drukkið mikið um nóttina og notað bæði fíkniefni og lyf. Spurð um framburð brotaþola um að hún hefði stungið hann kvaðst hún ekki vita um það. Hún væri ekki verið með sjálfri sér þegar hún fengi reiðiköst og muni ekki hvað gerðist.
Ákærða var yfirheyrð aftur 26. júní 2017. Kvaðst hún hafa hringt í brotaþola en B svarað símanum og reitt hana til reiði. Hafi hún sent sms sem sagði „hlakka til að sjá ykkur“ og hafi „beisiklí bara snappað niðri í bæ“. Hafi hún verið mjög afbrýðisöm. Hún hafi ákveðið að fara og hræða ákærða og „kannski tuska hann aðeins til“ og fengið meðákærða með sér og I til að keyra þau upp að Hlemmi. Hafi hún farið heim og sótt Halloween-búninginn sinn, grímu og linsur og tekið hafnaboltakylfu líka. Þá hafi hún fengið meðákærða klút. Hún kvaðst alltaf hafa borið á sér svartan hníf. Hún og meðákærði hafi gengið að […] og reynt að komast inn en það ekki gengið. Hafi hún þá farið á bak við hús og bankað upp á.
Þau hafi talið upp að þremur og svo hafi brotaþoli opnað. Kvaðst ákærða hafa lamið hann einu sinni í höfuðið með hafnaboltakylfunni, en hann hafi sett hendurnar fyrir sig þegar hún sló í annað sinn. „Svo fer ég bara í hann og þetta gerist ógeðslega hratt.“ Hún hafi hrint honum áfram með kylfunni. Fleira fólk hafi verið á staðnum og brotaþoli sagt þeim að hlaupa út. Slagsmálin hafi borist út og hún endað á tröppunum á bakinu. Brotaþoli hafi þá otað að henni hnífnum hennar en sennilega hafi hún misst hann úr buxnavasa sínum þegar hún sparkaði upp fyrir sig.
Kvaðst hún hafa reynt að verja sig og tekið um hnífinn með hægri hendinni og utan um höndina á honum. Kvaðst hún hafa baslað við að ná hnífnum með báðum höndum. Hún hafi heyrt, að hún taldi, H öskra „hnífur“ og þá hafi hún rifið hnífinn úr höndum brotaþola og skorið sig í leiðinni. Á þessum tímapunkti hafi meðákærði komið og neglt hendinni á henni í vegginn og náð hnífnum af henni. Taldi hún líklegt að brotaþoli hefði verið stunginn einhvern tímann í þessari atburðarás. Hugsanlega hafi meðákærði ýtt brotaþola á hana í þann mund er hún reif af honum hnífinn. Um flugbeittan hníf væri að ræða sem hún brýndi. Eftir þetta hafi hún séð blóð og brotaþola allan blóðugan.
Í báðum skýrslutökum kvaðst ákærða hafa beðið meðákærða að koma með sér. Þau væru vinir til fjölmargra ára og hann hafi átt að passa upp á hana.
Ákærða var að lokum yfirheyrð 13. júlí 2017. Bar hún þá kennsl á fjaðurhníf sinn en ljósmyndir og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar er að finna í rannsóknargögnum. Kvaðst hún finna öryggi í því að hafa hnífinn á sér enda hefði hún lent í mörgum atvikum í undirheimum Reykjavíkur. Aðspurð hvort hún hafi verið með hníf á sér kvað hún það öruggt. Taldi hún líklegt að hnífurinn hefði dottið úr buxnavasa hennar þegar hún lá á bakinu í tröppunum. Í þeim átökum hafi meðákærði verið og væri hugsanlegt að hann hefði ýtt brotaþola á hnífinn fyrir slysni.
Ákærði Y var yfirheyrður 5. júní 2017. Hann kannaðist við að hafa farið með meðákærðu heim til brotaþola að hennar beiðni og bar á sama veg og meðákærða um aðdraganda þess. Tilgangurinn hafi verið sá að hefna sín á honum eftir eitthvert „drama“ tengt símtali. Kvað hann þau hafa haft meðferðis hafnaboltakylfu og rafbyssu. Þau hafi hulið andlitið á sér með klút. Meðákærða hafi beitt kylfunni þegar komið var heim til brotaþola. Hann hafi heyrt þyt í kylfunni þegar útidyrnar voru opnaðar en ekki séð hvað gerðist.
Í framhaldinu urðu slagsmál á ganginum, en fleira fólk var á staðnum. Hann hafi ráðist á móti þeim og reynt að ýta þeim til baka. Meðákærði kvaðst hafa reynt að nota rafstuðsbyssu. Kvaðst hann hafa reynt að skakka leikinn, m.a. með því að reyna að fjarlægja kylfuna, en honum hefði brugðið þegar hann áttaði sig á því að hann þekkti brotaþola. Hann hafi því ekki viljað eiga þátt í þessu. Kvaðst hann hugsanlega hafa gefið frá sér högg, kýlt og hrint. Meðákærða og brotaþoli hafi verið í slagsmálum í tröppunum og hún sparkað frá sér.
Hann hafi ekki vitað fyrr en kallað var „hnífur“ og hafi þá séð meðákærðu halda á hníf en þá hafi hann tekið um höndina á henni og skellt henni „í hliðina á tröppunni“ svo að hún missti hnífinn. Einhver hafi gripið hnífinn og hent honum burt. Slagsmálin hafi haldið áfram en hann hafi tekið kylfuna og sett hana inn á sig.
Ákærði kvaðst hafa tekið þátt í þessu með meðákærðu því hún væri besta vinkona hans og hann hafi viljað hjálpa henni en líka gæta hennar. Hún væri þekkt fyrir að vera mjög skapbráð. Vegna vímuástands hans hafi honum fundist þetta „sniðug hugmynd“.
Skýrsla var tekin af brotaþola 8. júní 2017. Hann kvað ákærðu hafa hringt í sig um kvöldið. Vitnið B hafi talað við ákærðu þegar hún hringdi aftur en það samtal varð til þess að ákærða reiddist. Hafi hún sent sms skömmu síðar og hann hafi því vitað að hún ætlaði að koma og vera til vandræða. Þegar bankað var hafi hann vitað að þar væri ákærða komin og fór til dyra. Hafi ákærða farið beint í hann með hafnaboltakylfu og ýtt honum með henni.
Þá hafi maður sem reyndist vera meðákærði ýtt í hann frá hliðinni og hafi brotaþoli tekið hann niður í ganginum og slegið hann þar til hann fann að hann fingurbrotnaði. Hafi ákærða reynt að ýta honum frá, þau hafi verið á gólfinu. Þá kvaðst brotaþoli muna þegar ákærða stóð fyrir framan hann í anddyrinu með hníf og hann sagði við hana „gerðu það bara stingdu mig“ og hún hafi farið ofan á hann. Þá kvaðst hann hafa dottið út.
Allir hafi verið að reyna að taka hnífinn af ákærðu. Þá man hann eftir því að ákærðu reyndu að komast aftur inn og reyndu að finna hnífinn. Hafi ákærða ætlað að ráðast á B sem tók til varna. B hafi síðan hlaupið út og man hann eftir því að hafa haldið ákærðu fyrir utan húsið. Brotaþoli kvað ákærða Y hafa tekið þátt í slagsmálunum, hann hafi afsakað sig og hafi augljóslega verið hræddur. Hann hafi þó á einhverjum tímapunkti verið með kylfuna og lamið hann. Hann hafi þó skort kjark en ákærða hafi verið „alveg farin“.
J geðlæknir framkvæmdi geðheilbrigðisrannsókn á ákærðu. Niðurstaða hennar er sú að ákærða sé sakhæf og engin merki séu um […]. Hún hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna á verknaðarstundu sem hafi örugglega haft áhrif á dómgreind og sjálfstjórn í ákvarðanatökum. Þá bendi ekkert til […] að það firri hana ábyrgð gerða sinna. Þá telur læknirinn ekkert fram komið sem útiloki að fangelsisvist komi að gagni.
Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi
Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar málsins.
Ákærða Ingibjörg Eva kvaðst hafa reynt að ná í brotaþola í síma en ekki náð sambandi. Hún hafi þá verið stödd í bænum. B hafi síðan svarað í símann hans og sagt við hana að samband hennar og brotaþola væri búið og að hún ætti að láta hann í friði. Kvað hún eitthvað hafa „rofnað í hausnum“, hún hafi sent sms-skilaboð til baka og sagt „hlakka til að sjá ykkur“. Aðspurð kvaðst hún hafa orðið mjög reið og viljað fara heim til brotaþola og hræða hann. Kvaðst hún aldrei hafa ætlað að stórslasa hann. Hún hafi beðið meðákærða um að koma með sér og hafi I ekið þeim á dvalarstað hennar en þar skipti hún um föt og sótti hafnaboltakylfu og rafbyssu. Þá hefði hún tekið með sér grímu sem náði yfir hálft andlit og rauðar linsur og klút fyrir meðákærða. I hefði síðan ekið þeim áleiðis og þau gengið að […] og leitað inngöngu.
Opið hafi verið við aftanvert húsið og hafi hún bankað á innri hurðina og talið upp að þremur. Brotaþoli hafi opnað og hafi hún lamið hann tvisvar sinnum með kylfunni og hrint honum inn. Hafi höggin komið í höfuð og í hönd. Þá hafi heill hópur komið og slagsmál hafist. Kvaðst ákærða hafa haft nóg með brotaþola og lítið vitað hvað gerðist í kringum hana. Þau hafi verið á ganginum og hún m.a. legið þar í tröppum. Kvaðst hún hafa sparkað upp í loft og þannig náð að standa á fætur.
Henni hafi snarbrugðið þegar brotaþoli otaði að henni hníf. Kvaðst hún hafa gripið í hönd ákærða, náð hnífnum og skorið sig við það. Sveiflaðist höndin til við átakið sem fylgdi þegar hún tók af honum hnífinn. Hafi hún heyrt einhvern öskra „hnífur“. Meðákærði hafi komið og tekið hnífinn af henni. Rakst hönd hennar þá í vegg. Meðákærði hafi síðan kastað hnífnum eitthvað. Allt hafi svo farið í uppnám. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa stungið brotaþola og ekki séð hvernig það atvikaðist. Hún hafi séð brotaþola blóðugan rétt eftir að hún reif af honum hnífinn, bæði á höfði og á bringu.
Taldi hún hugsanlegt að hann hefði fengið hnífinn í sig þegar meðákærði var að ná hnífnum af henni og hann hugsanlega rekist í brotaþola. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún hefði verið með hníf en hann gæti hafa verið í buxnavasa hennar. Aðrir hafi hlaupið út.
Hún kvað rétt vera sem haft er eftir henni í lögregluskýrslu um vopnaburð hennar og tilgang hans. Þá kannaðist hún við reiðivanda sem hún ætti við að stríða í ákveðnum aðstæðum. Í þetta skipti hefði hún misst alla stjórn á sjálfri sér.
Ákærða kvaðst hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna og í annarlegu ástandi á lögreglustöðinni. Aðspurð kvaðst hún ekki muna eftir því að hafa verið fyrir utan húsið eftir átökin. Hún kvaðst hafa talað við brotaþola í síma eftir að þetta gerðist og beðið hann afsökunar á því sem gerðist. Hafi hún haldið að „allt væri á góðu nótunum“ á milli þeirra.
Hvað varðar þátt meðákærða kvað hún hann hafa verið með henni til að passa sig. Hann hafi staðið á bak við hurðina að íbúð brotaþola þegar hún opnaðist en hún opnaðist út. Þá hafi meðákærði reynt að stoppa hana eða stoppa slagsmálin.
Ákærði Y lýsti aðdraganda þess sem gerðist. Kvað hann ákærðu hafa reynt að ná sambandi við brotaþola sem hafi ekki svarað henni. Eftir að stelpa svaraði í símann og var með einhverja stæla hafi ákærða bara „flippað út“ og orðið alveg brjáluð. Kvaðst ákærði aldrei hafa séð hana í slíkum ham en þau hefðu þekkst í […] ár. Ákærði kvaðst hafa farið með meðákærðu til þess að passa upp á hana og hún hafi bara ætlað að ógna brotaþola. Hafi þau haft hafnaboltakylfu meðferðis og hulið andlitið á sér til að þekkjast ekki. Um leið og hurðin opnaðist hafi allt breyst og farið í einhverja allt aðra átt en hann bjóst við.
Meðákærða hafi staðið fyrir framan hurðina en hann til hliðar og lenti þá á bak við hurðina þegar dyrnar opnuðust. Meðákærða hafi slegið tvisvar sinnum með kylfunni. Fólk sem var í íbúðinni hafi komið á móti þeim og átökin hafi orðið í dyragættinni og á ganginum fyrir framan. Man hann atvik síðan óljóst þar til hann var kominn út en átök urðu í útitröppunum og rétt fyrir ofan þær. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað af hnífnum fyrr en kallað var „hnífur“. Hann hafi séð meðákærðu á bakinu og sparka frá sér. Hnífurinn hafi verið blóðugur og hún hafi verið blóðug á hendinni. Brotaþoli hafi staðið og einnig verið blóðugur.
Kvaðst ákærði hafa gripið í höndina á meðákærðu og slegið hnífinn úr hendinni. Aðspurður kvað hann meðákærðu hafa haldið bæði um skaft hnífsins og blað. Ákærði kvaðst síðan hafa ýtt henni og brotaþola hvoru frá öðru og kastað hnífnum út við steingirðinguna. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð neinn annan reyna að ná hnífnum af meðákærðu en þó viti hann til þess að fleiri hafi verið úti. Hann kvaðst muna eftir einhverjum átökum við brotaþola þegar þeir rifu hvor í annan. Kvaðst hann fullviss um að átök með hnífinn hefðu átt sér stað utandyra.
Ákærði kvaðst muna eftir því að hafa haldið á rafbyssu sem hann svo missti. Hann hafi aldrei beitt kylfunni. Hann hafi tekið hana upp og haldið á henni á einhverjum tímapunkti en síðar sett hana í buxnastreng sinn. Þá kvað ákærði brotaþola hafa séð andlit hans og sér brugðið við það. Eftir það hafi hann reynt að bakka úr þessum aðstæðum. Hann kvað rétt vera að meðákærða hafi verið í miklum ham allt þar til hún var handtekin.
Brotaþoli kvaðst hafa verið í sambandi við ákærðu Ingibjörgu Evu en hafa verið búinn að slíta því þegar hér var komið við sögu. Ákærða hefði hringt í hann ítrekað og hann hafi látið B svara því hann vildi ekki tala við hana. Hafi ákærða þá boðað komu sína með sms-skilaboðum til hans. Þegar bankað var á dyrnar hafi hann vitað að hún væri komin. Þegar hann opnaði hafi hann umsvifalaust fengið högg sem lenti á hnakkanum.
Hann kvaðst aðspurður ekki muna eftir öðru höggi eða að hann hefði dottið við höggið. Kvaðst hann muna eftir rauðum linsum en ákærða hafi verið með rauðar linsur. Hann hafi kallað til þeirra sem voru í íbúðinni að fara út. Hann hefði reynt að ýta frá sér og kvaðst hafa tekið ákærða Y niður í gólfið og lamið hann. Hafi hann brotnað á fingri við það. Ákærða hafi ýtt honum frá. Þá kvaðst hann muna eftir ákærðu fyrir framan hann með hníf og hann hefði sagt við hana „gerðu það, stingdu mig“. Kvaðst hann ekki hafa búist við því að hún léti verða af því.
Hann hafi ekki trúað því þegar það gerðist en hún stakk hann beint í brjóstkassann. Lýsti hann þessu sem „köldustu tilfinningu“ sem hann hefði fundið enda hefði hann borið tilfinningar til ákærðu. Hafi þau verið stödd á gangi framan við dyr íbúðarinnar og bæði hafi verið standandi. Kvaðst brotaþoli aðeins muna eftir tilteknum köflum atburðarásarinnar eftir þetta, m.a. einhverjum átökum á milli ákærðu og B.
Brotaþoli kvað ákærða Y ekki hafa slegið sig heldur reynt að verjast. Borið var undir brotaþola það sem eftir honum er haft í lögregluskýrslu um að hann haldi að ákærði hafi beitt kylfunni og um þátttöku hans árásinni. Kvað hann rétt eftir sér haft en hann myndi ekki eftir því að hafa séð ákærða Y með kylfuna eða að hann hefði beitt henni. Brotaþoli kvaðst hafa náð af ákærða klútnum sem hann var með fyrir andlitinu og hafi honum brugðið við það. Ákærði hafi strax þá beðið hann afsökunar.
B, sem er unnusta brotaþola í dag, kvaðst hafa verið stödd hjá brotaþola þegar ákærða hringdi ítrekað en hann hafi ekki nennt að tala við hana. Vitnið kvaðst þá hafa talað við hana og beðið hana að hætta að hringja. Ákærða hafi þá sent sms-skilaboð „hlakka til að sjá ykkur“. Um tuttugu mínútum til hálftíma síðar hafi verið bankað upp á og brotaþoli opnað. Kvaðst vitnið hafa séð eina eða tvær grímuklæddar manneskjur standa í gættinni og hafi önnur þeirra slegið brotaþola í höfuðið með hafnaboltakylfu.
Eftir það kvað vitnið minnið verða gloppótt, en hún hafi verið undir miklum áhrifum fíkniefna. Kvaðst hún þó muna næst þegar brotaþoli var stunginn. Hafi brotaþoli og hnífurinn verið blóðugur. Hafi ákærða stungið hann á ganginum fyrir utan íbúðina. Í kjölfarið hafi ákærða einnig reynt að stinga vitnið en hún hafi náð að koma sér út. Hún hafi hins vegar snúið tilbaka og hafi hún þá lent í slagsmálum við ákærðu, m.a. fyrir utan húsið. Brotaþoli hafi tekið hana af ákærðu og sagt henni að hlaupa í burtu. Allt hafi gerst mjög hratt og kvaðst vitnið ekki hafa séð brotaþola sleginn aftur.
Undir vitnið var borinn framburður hennar hjá lögreglu þar sem hún var spurð hvort hún hefði séð brotaþola stunginn. Svaraði hún því svo: „Nei, ég sá hann bara allan út í blóði að reyna að halda henni niðri svo að taka hnífinn af henni í þriðja skiptið, að það var allt út í blóði.“
Kvaðst vitnið hafa verið mjög reið og ósátt við að vera sett í fangaklefa fyrir glæp sem hún framdi ekki. Hafi það líklegast haft þau áhrif að hún var ekki samvinnuþýð. Þá var borið undir vitnið það sem fram kom hjá henni hjá lögreglu um að ákærði hefði verið margstunginn og að hún hefði heyrt það eftir á. Einnig nánar spurð hvort hún hafi ekki séð hnífstunguna sjálfa svaraði vitnið „ég held ekki, ég veit það ekki, ég er ekki viss“. Hér fyrir dómi kvaðst vitnið hafa séð eina stungu en heyrt um hinar hnífsstungurnar. Nánar spurð um atvikið kvað vitnið brotaþola hafa öskrað á ákærðu, „ætlar þú að stinga mig, stingdu mig þá“.
Vitnið kvaðst ekki geta lýst átökunum frekar. Hún kvaðst aðeins muna eftir átökum þar sem bæði hún og brotaþoli komu við sögu eftir að ákærða stakk brotaþola. Hún kvaðst ekki hafa reynt að taka hnífinn af brotaþola. Þá kvaðst hún ekki hafa notað skærin sem hún greip til í atburðarásinni. Það væri rétt eftir henni haft hjá lögreglu að hún hefði haft þau ef vera skyldi að hún þyrfti að verjast.
Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að hafa séð ákærða Y í átökum en hún þekkti hann ekki fyrir. Spurð um framburð sinn hjá lögreglu um að tvær manneskjur hafi komið, önnur lægri, og sú lægri hafi verið með hníf en sú hærri með hafnaboltakylfu, og þar sem haft er eftir vitninu „Hann byrjar sko að klubba hann niður eða berja hann með baseballkylfunni“, kvaðst vitnið ekki vera viss um það í dag hver hefði notað kylfuna á þennan hátt.
E kvaðst hafa hringt í lögreglu af vettvangi þegar hún varð vör við tvær manneskjur í útitröppunum. Hún hafi gengið í áttina að þeim með símann í hendinni. Þá hafi hún séð manneskju sem hélt annarri niðri og hrópaði í áttina að vitninu „þú verður að hjálpa mér, hún stakk hann“. Hún hafi einnig séð fólk koma inn og út. Bar vitnið kennsl á ákærðu bæði og kvaðst hafa séð þau á vettvangi.
Hafi ákærða verið að leita að hafnaboltakylfunni sinni sem meðákærði sagðist hafa falið. Þá hafi hún hrópað „hvar er hnífurinn minn?“. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða Y beita hafnaboltakylfu. Þá kvaðst vitnið hafa séð B, sem hún kannaðist við, og karlmann á vettvangi og átt orðaskipti við þau. B hafi haldið á skærum sem hana minnti í dag að hafi ekki verið blóðug þótt annað væri haft eftir henni í lögregluskýrslu. Þessir einstaklingar hafi farið í burtu. Þá lýsti vitnið því þegar ákærða vafði handklæði um handlegg sinn og reyndi að brjóta rúðu og síðar farið inn um glugga hússins. Hafi ákærða verið æst og öskrað.
I kvaðst hafa ekið ákærðu fyrst heim til hennar þar sem hún skipti um föt en síðan hafi þau ætlað á […] og hann hafi ekið þeim áleiðis. Hann hafi átt að bíða eftir þeim. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað hver tilgangur fararinnar var en ákærða hafi verið mjög ósátt og reið því henni hafi fundist sér ögrað. Hafi hann því giskað á að ákærða „myndi kasta höggi eða tveimur“. Kvaðst vitnið aldrei hafa séð þessa hlið á ákærðu. Hafi ákærði Y verið „pollrólegur“ og talað um að hann ætlaði að verja brotaþola ef ráðist yrði á hana. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein vopn. Hann mundi ekki eftir grímu en man eftir klút og að ákærða hafi verið með linsur. Vitnið kannaðist við að hafa séð snapchat þar sem ákærða sýndi sár á milli putta en hún hefði skorið sig þegar hún var að brýna hnífinn sinn.
H kvaðst hafa verið gestkomandi hjá brotaþola. Hann hafi séð þegar brotaþoli fór til dyra og var hann þá barinn í andlitið með kylfu. Aðspurður kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvort brotaþoli hafi verið sleginn oftar en einu sinni. Hann hafi ekki séð hver barði hann en svo hafi hann séð þegar tvær manneskjur með grímur komu. Þá hafi hann strax stokkið á fætur. Aðspurður kvaðst vitnið muna óljóst eftir einhverjum átökum í fremri gangi en honum hafi verið ýtt í stiga sem þar er. Kvað vitnið allt hafa verið mjög „kaotíst“ en á einhverjum tímapunkti hafi hann séð B. Kvaðst hann ekki hafa séð hana með skæri í hendi. Þá hafi hann séð ákærðu veifa hníf en þá var hún inni í íbúðinni en brotaþoli á ganginum.
Þá kvaðst hann muna þegar hann hélt utan um ákærðu og fór með hana í útitröppurnar. Þar hafi hann tekið í og haldið hönd hennar með hnífnum. Hafi hnífurinn verið blóðugur svo og hönd hennar. Þá kom einhver og tók hnífinn úr hendi ákærðu með því að snúa hnífnum og draga hann út. Heyrði hann síðar að það hefði verið ákærði Y. Vitnið man eftir fólki fyrir utan húsið og hafi hann beðið það um að hjálpa sér. Hann hafi í framhaldinu farið af vettvangi. Borinn var undir vitnið framburður hans hjá lögreglu um að hann hafi séð ákærðu stinga brotaþola tvívegis í bakið. Kvað hann að honum hafi sýnst það en hið rétta væri að hann hafi ekki séð stunguna.
Hvað varðar þátt ákærða Y kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvort hann hefði beitt kylfunni. Hann hafi ekki séð hann beita ofbeldi en hann hafi liðsinnt ákærðu. Borið var undir vitnið það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu um að „strákurinn“ hafi verið með hafnaboltakylfu. Kvaðst hann ekki vera viss um þetta og hver það hafi verið sem beitti kylfunni.
K kvaðst hafa verið gestkomandi hjá brotaþola og verið sofandi en hafa vaknað við skell. Hann hafi heyrt öskur fyrir utan hús en ekki séð hvað þar gerðist. Hann hafi séð þegar B og H komu inn og síðan þegar þau fóru aftur. Þá hafi brotaþoli komið inn og sagt honum að koma sér út. Hafi hann séð áverka á brotaþola á bringu og höfði.
L var einnig gestkomandi hjá brotaþola. Hann staðfesti að tvær manneskjur með grímur hefðu komið og hefði brotaþoli fengið hafnaboltakylfu í andlitið. Hann hafi ekki séð hver beitti kylfunni. Vitnið hafi þá farið út og beðið þar í stutta stund en síðan farið. Hann kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu að hann hafi heyrt einhvern kalla „hnífur, hnífur“ en ekkert séð.
J geðlæknir kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir geðrannsókn sinni á ákærðu. […]. Hún sé ekki greind með alvarlegan geðsjúkdóm en þau vandamál sem hún glími við í dag tengist fíkniefnaneyslu hennar sem magni þau upp.
F læknir staðfesti læknisvottorð sín en hann skoðaði brotaþola á slysadeild. Þá var hann spurður út í áverka brotaþola. Hvað varði áverka á bringu hafi verið um að ræða skurð sem hafi gróflega metinn verið um 2-3 cm á dýpt og náð niður í mjúkvef. Þá hafi hann verið um 2 cm langur mældur gróflega. Aðspurður kvað hann stunguna sem slíka ekki hafa verið lífshættulega en hún hafi þó gengið nærri slagæð og lunga og því hefði getað farið illa.
G réttarmeinafræðingur gerði grein fyrir réttarlæknisfræðilegri skýrslu sem hann vann í tengslum við skoðun á áverkum ákærðu og helstu niðurstöðum. Kvaðst hann hafa verið staddur á lögreglustöð vegna annars mál og við það tækifæri hafi hann verið beðinn um að taka að sér að skoða ákærðu sem hefði hlotið áverka eftir átök við kærasta sinn. Þá vissi hann að hnífur hefði komið við sögu.
Hann kvaðst ekkert hafa vitað um málavexti. Aðspurður kvað vitnið hugsanlegt að nánar tilgreindur skurðáverki á fingri gæti verið annað en varnaráverki og gerði hann nánar grein fyrir því. Kvaðst hann ekki hafa haft allar forsendur til þess að meta slíkt. Aðspurður kvað hann ólíklegt að skurðáverkinn á milli fingra gæti hafa hlotist af skærum.
M lögreglumaður tók saman frumskýrslu málsins og var einn þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang. Gerði hún grein fyrir aðkomu sinni að málinu.
N og O rannsóknarlögreglumenn gerðu grein fyrir aðkomu sinni að málinu.
Hún var einnig dæmd sek fyrir brot gegn valdstjórninni og vörslu fíkniefna. Fíkniefnalagabrotið varðaði það að hún var með í vörslum sinni 3,9 g af maríhúana og 0,97 g af kókaíni, sem lögreglan fann við leit á henni umrætt sinn.
Landsréttur leit til þess við ákvörðun refsingar að brotið var fólskulegt, heiftúðugt og tilefnislaust. Ásetningur hennar hafi verið einbeittur. Þá sé litið til þess að hún beitti hættulegum aðferðum og vopnum og að mildi þyki að ekki hafi farið verr.
Nánar um málið:
Ákæra dagsett 25. ágúst 2017
Málsatvik:
Þann 5. júní 2017 kl. 5:39 barst tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um slagsmál nokkurra aðila fyrir utan […]. Var lögreglubifreið þá tafarlaust send á vettvang. Þá barst önnur tilkynning kl. 5:41 frá E sem kvað aðila hafa verið stunginn við […]. Var sérsveitin þá einnig send á vettvang.
Í frumskýrslu lögreglu er aðkomu á vettvangi lýst. Þar segir að ákærða hafi sést skríða inn um glugga neðri hæðar […]. Þá hafi heyrst öskur og læti í íbúðinni. Á vettvangi voru ákærðu og brotaþoli. Ákærða hafi haldið á raflostbyssu. Þá mátti sjá stungusár á brotaþola og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku LSH. Ákærðu voru handtekin og færð í lögreglubifreið.
Í íbúðinni að […] fundust fíkniefni á nokkrum stöðum en greinileg merki voru um neyslu og hugsanlega sölu fíkniefna. Fyrir utan húsið í garði upp við steinvegg fannst blóðugur hnífur og blóðug kylfa. Teknar voru ljósmyndir utandyra og í íbúðinni sjálfri.
Í skýrslunni kemur fram að rætt hafi verið við tilkynnanda á vettvangi sem kvaðst hafa heyrt öskur úr kjallara húss að […] og tvo karlmenn koma þaðan út en báðir hafi verið blóðugir Hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann“. Þá hafi ákærða sagt við meðákærða „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en meðákærði hafi sagt „ég faldi dótið“.
Rætt var við ákærðu Ingibjörgu í lögreglubifreiðinni en hún hafi verið mjög æst og talað samhengislaust í hringi. Fram kom að hún hefði verið í slitróttu sambandi við brotaþola og hún hafi verið orðin leið á kjaftæði og illri meðferð og ákveðið að „feisa“ hann. Henni hafi verið mjög brugðið þegar hún hefði hringt í brotaþola og kvenmaður hefði svarað í símann. Hún hafi því farið heim til hans og ráðist á hann og þau slegist í íbúðinni. Ákærða var flutt á slysadeild vegna áverka á hægri hendi og eftir það á lögreglustöð. Við leit á henni fundust fíkniefni sem voru haldlögð.
Meðákærði var fluttur á lögreglustöð. Við leit á honum fundust fíkniefni sem voru haldlögð. Þá fannst kylfa sem hann hafði komið fyrir undir buxnastreng. Kvaðst hann hafa farið með ákærðu heim til brotaþola en hún hafi ætlað að ræða við hann. Hún hafi haft kylfu meðferðis en ætlunin hafi verið að hræða brotaþola.
Rætt var við brotaþola í tvígang á bráðamóttöku LSH. Greindi hann frá því í fyrra skiptið að ákærða hefði hringt í hann og hann beðið B vinkonu sína að svara í farsíma hans. Hafi ákærða orðið afbrýðisöm og komið síðar með meðákærða og byrjað að slást. Hún hafi fyrst slegið hann með kylfu í höfuðið en eftir það hafi allt gerst hratt. Hann kvaðst ekki vita hver hefði stungið hann með hnífnum. Í seinna skiptið greindi hann frá því að ákærða hefði ráðist á sig með hníf og stungið sig í brjóstkassann. Kvaðst hann ekki hafa veitt því athygli strax að hann hefði verið stunginn. Hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna.
Meðal gagna er upptaka af símtölum til neyðarlínunnar og endurrit þeirra í tengslum við ofangreindan atburð. Þar á meðal er símtal kl. 5:39 frá tilkynnanda E, sem áður er vikið að, en símtalið varir í 5 mínútur og 17 sekúndur. Þar má heyra tilkynnanda segja að kona með hníf hafi stungið mann og lýsa nákvæmlega því sem fyrir augu bar. Kemur þar m.a. fram að kona þessi sé alblóðug og að hún segi „hvar er hafnaboltakylfan mín?“ og „hvar er hnífurinn minn?“. Þá lýsi hún því að konan hafi vafið handklæði utan um handlegginn á sér og reynt að brjóta rúðu en síðan reynt að fara inn um glugga í kjallaraíbúð húss nr. […]. Þá lýsi vitnið öðrum mannaferðum.
Brotavettvangur var ljósmyndaður og segir í skýrslu tæknideildar að á gólfi í sameiginlegum gangi, stofu og í eldhúsi hafi verið blóð á víð og dreif. Af ljósmyndum sést að blóð er mest áberandi á gangi framan við inngang að íbúð.
Þá er í gögnum málsins að finna skýrslu tæknideildar og ljósmyndir af hníf og hafnaboltakylfu sem fundust á vettvangi. Um fjaðurhníf er að ræða sem opnast þegar þrýst er á takka. Á honum voru blettir sem reyndust vera blóð. Lengd hnífsins var 12 cm lokaður en 21 cm opinn. Breidd blaðsins var 2,5 cm og lengd þess 9 cm. Einnig liggja fyrir ljósmyndir sem teknar voru á lögreglustöð af áverkum sem sjáanlegir voru á ákærðu og blóðugum fatnaði þeirra.
Gefið var út bráðabirgða læknisvottorð F, 5. júní 2017 þar sem fram kemur að brotaþoli hafi orðið fyrir hnífsstungu þá um nóttina. Við komu á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss hafi hann verið vakandi og lífsmörk stabil. Hann hafi verið með skurð hægra megin á brjósti sem náði aðeins niður í mjúkvefi. Tölvusneiðmynd hafi sýnt að stungan náði ekki niður að lunga en skurðurinn hafi verið mjög nálægt stærri slagæð í vöðva. Hefði lífshótandi blæðing inn á lunga getað orðið ef hnífurinn hefði snert æðina.
Þá hafi verið minni skurður aftan á hnakka og aflögun á hendi hægra megin. Í vottorði læknisins frá 13. júlí 2017 segir að við komu á bráðamóttöku hafi brotaþoli verið vakandi og skýr og lífsmörk eðlileg fyrir ástand. Hann hafi verið nokkuð ör í fasi og mikið af ofhreyfingum einkum kjálka.
Fram kemur í vottorðinu að ástand brotaþola hafi verið stöðugt á bráðamóttöku. Tölvusneiðmynd hafi sýnt að skurður yfir brjóstkassa nái ekki niður að fleiðru lungans, þ.e. snerti ekki innri líffæri en þó megi litlu muna. Af loftdreifingu á myndinni megi sjá að stungan liggi nálægt slagæð aftan við rifbein og hæglega hefði getað orðið alvarleg blæðing. Sárin hafi verið saumuð og fylgst með brotaþola á bráðamóttöku yfir nóttina. Brotaþoli hafi verið brotinn á vinstri (svo) hendi (boxarabrot) og settur í gifs.
Samantekið sé um að ræða djúpan skurð hægra megin yfir brjóstholi, skurð á höfði og brot á hægri hendi auk margra minni háttar áverka, fyrst og fremst á útlimum. Var brotaþoli greindur með opið sár á framvegg brjóstkassa, brot á öðrum miðhandarbeinum og opið sár á höfði. Hann var útskrifaður heim á verkja- og sýklalyfjum. Ekki voru teknar ljósmyndir af áverkum brotaþola.
Meðal gagna málsins er álit G réttarmeinafræðings, „á áverkum á ákærðu sem mögulega urðu til í átökum við kærasta hennar“. Áverkum ákærðu, sem jafnframt voru ljósmyndaðir, er ítarlega lýst í álitinu.
Þá liggja fyrir niðurstöður mælinga Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á blóðsýni ákærðu, brotaþola og vitnanna B og H. Öll voru þau undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Í ákærðu Ingibjörgu mældist 0,82% alkóhól, alprazólam 65 ng/mg, amfetamín 25 ng/ml, kókaín 125 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 17 ng/ml. Segir í matsgerðinni að alprazólam sé lyf við kvíða af flokki benzódíazepína sem hafi slævandi áhrif á miðtaugakerfið. Styrkur þess í blóði bendi til töku þess í háum lækningalegum skömmtum. Lyfið sé samverkandi með alkóhóli og auki á ölvunaráhrif þess.
Hlutaðeigandi hafi verið undir áhrifum áfengis, slævandi áhrifum alprazólams og tetrahýdókannabínóls og einnig örvandi áhrifum kókaíns og amfetamíns, þegar sýnin voru tekin.
Í ákærða Y mældist alprazólam 10 ng/ml, kókaín 60 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,9 ng/ml. Í matsgerð segir að styrkur alprazólams í blóði hans hafi verið eins og eftir töku þess í læknanlegum skömmtum. Alkóhól í blóði mældist 0,42%.
Niðurstöður mælinga blóðsýnis brotaþola sýndu alprazólam 10 ng/ml, amfetamín 190 ng/ml, MDMA 110 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 12 ng/ml. Segir í matsgerð að brotaþoli hafi verið undir miklum örvandi áhrifum MDMA yfir eitrunarmörkum og amfetamíns og einnig undir slævandi áhrifum tetrahýdrókannabínóls og alprazólams, þegar blóðsýni var tekið.
Ákærða Ingibjörg Eva var yfirheyrð hjá lögreglu 5. júní 2017. Kvað hún erindi sitt við brotaþola hafa verið að skila honum nokkru magni taflna sem hann átti. Þau hafi áður verið að „deita“. Hún hafi hringt í hann og hafi kona svarað í símann sem hún hafi rifist við en konan hafi haft í hótunum við hana. Hafi hún orðið reið og fengið meðákærða til að koma með sér til brotaþola til að vernda hana.
Kannaðist hún við að hafa tekið með sér hafnaboltakylfu og raflostbyssu en kannaðist ekki við hníf. Hún kvaðst hafa orðið „ógeðslega reið“ og ætlað að lemja konuna. Hafi hún bankað á dyrnar og brotaþoli komi til dyra. Hún hafi sveiflað kylfunni, miðað á hann og slegið. Hann hafi síðan náð af henni kylfunni og þau lent í gólfinu. Ákærða bar að mestu fyrir sig minnisleysi um atvik að öðru leyti, en fram kemur í skýrslunni að framburður hennar hafi verið mjög ruglingslegur og ótrúverðugur.
Hún kvaðst hafa drukkið mikið um nóttina og notað bæði fíkniefni og lyf. Spurð um framburð brotaþola um að hún hefði stungið hann kvaðst hún ekki vita um það. Hún væri ekki verið með sjálfri sér þegar hún fengi reiðiköst og muni ekki hvað gerðist.
Ákærða var yfirheyrð aftur 26. júní 2017. Kvaðst hún hafa hringt í brotaþola en B svarað símanum og reitt hana til reiði. Hafi hún sent sms sem sagði „hlakka til að sjá ykkur“ og hafi „beisiklí bara snappað niðri í bæ“. Hafi hún verið mjög afbrýðisöm. Hún hafi ákveðið að fara og hræða ákærða og „kannski tuska hann aðeins til“ og fengið meðákærða með sér og I til að keyra þau upp að Hlemmi. Hafi hún farið heim og sótt Halloween-búninginn sinn, grímu og linsur og tekið hafnaboltakylfu líka. Þá hafi hún fengið meðákærða klút. Hún kvaðst alltaf hafa borið á sér svartan hníf. Hún og meðákærði hafi gengið að […] og reynt að komast inn en það ekki gengið. Hafi hún þá farið á bak við hús og bankað upp á.
Þau hafi talið upp að þremur og svo hafi brotaþoli opnað. Kvaðst ákærða hafa lamið hann einu sinni í höfuðið með hafnaboltakylfunni, en hann hafi sett hendurnar fyrir sig þegar hún sló í annað sinn. „Svo fer ég bara í hann og þetta gerist ógeðslega hratt.“ Hún hafi hrint honum áfram með kylfunni. Fleira fólk hafi verið á staðnum og brotaþoli sagt þeim að hlaupa út. Slagsmálin hafi borist út og hún endað á tröppunum á bakinu. Brotaþoli hafi þá otað að henni hnífnum hennar en sennilega hafi hún misst hann úr buxnavasa sínum þegar hún sparkaði upp fyrir sig.
Kvaðst hún hafa reynt að verja sig og tekið um hnífinn með hægri hendinni og utan um höndina á honum. Kvaðst hún hafa baslað við að ná hnífnum með báðum höndum. Hún hafi heyrt, að hún taldi, H öskra „hnífur“ og þá hafi hún rifið hnífinn úr höndum brotaþola og skorið sig í leiðinni. Á þessum tímapunkti hafi meðákærði komið og neglt hendinni á henni í vegginn og náð hnífnum af henni. Taldi hún líklegt að brotaþoli hefði verið stunginn einhvern tímann í þessari atburðarás. Hugsanlega hafi meðákærði ýtt brotaþola á hana í þann mund er hún reif af honum hnífinn. Um flugbeittan hníf væri að ræða sem hún brýndi. Eftir þetta hafi hún séð blóð og brotaþola allan blóðugan.
Í báðum skýrslutökum kvaðst ákærða hafa beðið meðákærða að koma með sér. Þau væru vinir til fjölmargra ára og hann hafi átt að passa upp á hana.
Ákærða var að lokum yfirheyrð 13. júlí 2017. Bar hún þá kennsl á fjaðurhníf sinn en ljósmyndir og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar er að finna í rannsóknargögnum. Kvaðst hún finna öryggi í því að hafa hnífinn á sér enda hefði hún lent í mörgum atvikum í undirheimum Reykjavíkur. Aðspurð hvort hún hafi verið með hníf á sér kvað hún það öruggt. Taldi hún líklegt að hnífurinn hefði dottið úr buxnavasa hennar þegar hún lá á bakinu í tröppunum. Í þeim átökum hafi meðákærði verið og væri hugsanlegt að hann hefði ýtt brotaþola á hnífinn fyrir slysni.
Ákærði Y var yfirheyrður 5. júní 2017. Hann kannaðist við að hafa farið með meðákærðu heim til brotaþola að hennar beiðni og bar á sama veg og meðákærða um aðdraganda þess. Tilgangurinn hafi verið sá að hefna sín á honum eftir eitthvert „drama“ tengt símtali. Kvað hann þau hafa haft meðferðis hafnaboltakylfu og rafbyssu. Þau hafi hulið andlitið á sér með klút. Meðákærða hafi beitt kylfunni þegar komið var heim til brotaþola. Hann hafi heyrt þyt í kylfunni þegar útidyrnar voru opnaðar en ekki séð hvað gerðist.
Í framhaldinu urðu slagsmál á ganginum, en fleira fólk var á staðnum. Hann hafi ráðist á móti þeim og reynt að ýta þeim til baka. Meðákærði kvaðst hafa reynt að nota rafstuðsbyssu. Kvaðst hann hafa reynt að skakka leikinn, m.a. með því að reyna að fjarlægja kylfuna, en honum hefði brugðið þegar hann áttaði sig á því að hann þekkti brotaþola. Hann hafi því ekki viljað eiga þátt í þessu. Kvaðst hann hugsanlega hafa gefið frá sér högg, kýlt og hrint. Meðákærða og brotaþoli hafi verið í slagsmálum í tröppunum og hún sparkað frá sér.
Hann hafi ekki vitað fyrr en kallað var „hnífur“ og hafi þá séð meðákærðu halda á hníf en þá hafi hann tekið um höndina á henni og skellt henni „í hliðina á tröppunni“ svo að hún missti hnífinn. Einhver hafi gripið hnífinn og hent honum burt. Slagsmálin hafi haldið áfram en hann hafi tekið kylfuna og sett hana inn á sig.
Ákærði kvaðst hafa tekið þátt í þessu með meðákærðu því hún væri besta vinkona hans og hann hafi viljað hjálpa henni en líka gæta hennar. Hún væri þekkt fyrir að vera mjög skapbráð. Vegna vímuástands hans hafi honum fundist þetta „sniðug hugmynd“.
Skýrsla var tekin af brotaþola 8. júní 2017. Hann kvað ákærðu hafa hringt í sig um kvöldið. Vitnið B hafi talað við ákærðu þegar hún hringdi aftur en það samtal varð til þess að ákærða reiddist. Hafi hún sent sms skömmu síðar og hann hafi því vitað að hún ætlaði að koma og vera til vandræða. Þegar bankað var hafi hann vitað að þar væri ákærða komin og fór til dyra. Hafi ákærða farið beint í hann með hafnaboltakylfu og ýtt honum með henni.
Þá hafi maður sem reyndist vera meðákærði ýtt í hann frá hliðinni og hafi brotaþoli tekið hann niður í ganginum og slegið hann þar til hann fann að hann fingurbrotnaði. Hafi ákærða reynt að ýta honum frá, þau hafi verið á gólfinu. Þá kvaðst brotaþoli muna þegar ákærða stóð fyrir framan hann í anddyrinu með hníf og hann sagði við hana „gerðu það bara stingdu mig“ og hún hafi farið ofan á hann. Þá kvaðst hann hafa dottið út.
Allir hafi verið að reyna að taka hnífinn af ákærðu. Þá man hann eftir því að ákærðu reyndu að komast aftur inn og reyndu að finna hnífinn. Hafi ákærða ætlað að ráðast á B sem tók til varna. B hafi síðan hlaupið út og man hann eftir því að hafa haldið ákærðu fyrir utan húsið. Brotaþoli kvað ákærða Y hafa tekið þátt í slagsmálunum, hann hafi afsakað sig og hafi augljóslega verið hræddur. Hann hafi þó á einhverjum tímapunkti verið með kylfuna og lamið hann. Hann hafi þó skort kjark en ákærða hafi verið „alveg farin“.
J geðlæknir framkvæmdi geðheilbrigðisrannsókn á ákærðu. Niðurstaða hennar er sú að ákærða sé sakhæf og engin merki séu um […]. Hún hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna á verknaðarstundu sem hafi örugglega haft áhrif á dómgreind og sjálfstjórn í ákvarðanatökum. Þá bendi ekkert til […] að það firri hana ábyrgð gerða sinna. Þá telur læknirinn ekkert fram komið sem útiloki að fangelsisvist komi að gagni.
Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi
Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar málsins.
Ákærða Ingibjörg Eva kvaðst hafa reynt að ná í brotaþola í síma en ekki náð sambandi. Hún hafi þá verið stödd í bænum. B hafi síðan svarað í símann hans og sagt við hana að samband hennar og brotaþola væri búið og að hún ætti að láta hann í friði. Kvað hún eitthvað hafa „rofnað í hausnum“, hún hafi sent sms-skilaboð til baka og sagt „hlakka til að sjá ykkur“. Aðspurð kvaðst hún hafa orðið mjög reið og viljað fara heim til brotaþola og hræða hann. Kvaðst hún aldrei hafa ætlað að stórslasa hann. Hún hafi beðið meðákærða um að koma með sér og hafi I ekið þeim á dvalarstað hennar en þar skipti hún um föt og sótti hafnaboltakylfu og rafbyssu. Þá hefði hún tekið með sér grímu sem náði yfir hálft andlit og rauðar linsur og klút fyrir meðákærða. I hefði síðan ekið þeim áleiðis og þau gengið að […] og leitað inngöngu.
Opið hafi verið við aftanvert húsið og hafi hún bankað á innri hurðina og talið upp að þremur. Brotaþoli hafi opnað og hafi hún lamið hann tvisvar sinnum með kylfunni og hrint honum inn. Hafi höggin komið í höfuð og í hönd. Þá hafi heill hópur komið og slagsmál hafist. Kvaðst ákærða hafa haft nóg með brotaþola og lítið vitað hvað gerðist í kringum hana. Þau hafi verið á ganginum og hún m.a. legið þar í tröppum. Kvaðst hún hafa sparkað upp í loft og þannig náð að standa á fætur.
Henni hafi snarbrugðið þegar brotaþoli otaði að henni hníf. Kvaðst hún hafa gripið í hönd ákærða, náð hnífnum og skorið sig við það. Sveiflaðist höndin til við átakið sem fylgdi þegar hún tók af honum hnífinn. Hafi hún heyrt einhvern öskra „hnífur“. Meðákærði hafi komið og tekið hnífinn af henni. Rakst hönd hennar þá í vegg. Meðákærði hafi síðan kastað hnífnum eitthvað. Allt hafi svo farið í uppnám. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa stungið brotaþola og ekki séð hvernig það atvikaðist. Hún hafi séð brotaþola blóðugan rétt eftir að hún reif af honum hnífinn, bæði á höfði og á bringu.
Taldi hún hugsanlegt að hann hefði fengið hnífinn í sig þegar meðákærði var að ná hnífnum af henni og hann hugsanlega rekist í brotaþola. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún hefði verið með hníf en hann gæti hafa verið í buxnavasa hennar. Aðrir hafi hlaupið út.
Hún kvað rétt vera sem haft er eftir henni í lögregluskýrslu um vopnaburð hennar og tilgang hans. Þá kannaðist hún við reiðivanda sem hún ætti við að stríða í ákveðnum aðstæðum. Í þetta skipti hefði hún misst alla stjórn á sjálfri sér.
Ákærða kvaðst hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna og í annarlegu ástandi á lögreglustöðinni. Aðspurð kvaðst hún ekki muna eftir því að hafa verið fyrir utan húsið eftir átökin. Hún kvaðst hafa talað við brotaþola í síma eftir að þetta gerðist og beðið hann afsökunar á því sem gerðist. Hafi hún haldið að „allt væri á góðu nótunum“ á milli þeirra.
Hvað varðar þátt meðákærða kvað hún hann hafa verið með henni til að passa sig. Hann hafi staðið á bak við hurðina að íbúð brotaþola þegar hún opnaðist en hún opnaðist út. Þá hafi meðákærði reynt að stoppa hana eða stoppa slagsmálin.
Ákærði Y lýsti aðdraganda þess sem gerðist. Kvað hann ákærðu hafa reynt að ná sambandi við brotaþola sem hafi ekki svarað henni. Eftir að stelpa svaraði í símann og var með einhverja stæla hafi ákærða bara „flippað út“ og orðið alveg brjáluð. Kvaðst ákærði aldrei hafa séð hana í slíkum ham en þau hefðu þekkst í […] ár. Ákærði kvaðst hafa farið með meðákærðu til þess að passa upp á hana og hún hafi bara ætlað að ógna brotaþola. Hafi þau haft hafnaboltakylfu meðferðis og hulið andlitið á sér til að þekkjast ekki. Um leið og hurðin opnaðist hafi allt breyst og farið í einhverja allt aðra átt en hann bjóst við.
Meðákærða hafi staðið fyrir framan hurðina en hann til hliðar og lenti þá á bak við hurðina þegar dyrnar opnuðust. Meðákærða hafi slegið tvisvar sinnum með kylfunni. Fólk sem var í íbúðinni hafi komið á móti þeim og átökin hafi orðið í dyragættinni og á ganginum fyrir framan. Man hann atvik síðan óljóst þar til hann var kominn út en átök urðu í útitröppunum og rétt fyrir ofan þær. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað af hnífnum fyrr en kallað var „hnífur“. Hann hafi séð meðákærðu á bakinu og sparka frá sér. Hnífurinn hafi verið blóðugur og hún hafi verið blóðug á hendinni. Brotaþoli hafi staðið og einnig verið blóðugur.
Kvaðst ákærði hafa gripið í höndina á meðákærðu og slegið hnífinn úr hendinni. Aðspurður kvað hann meðákærðu hafa haldið bæði um skaft hnífsins og blað. Ákærði kvaðst síðan hafa ýtt henni og brotaþola hvoru frá öðru og kastað hnífnum út við steingirðinguna. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð neinn annan reyna að ná hnífnum af meðákærðu en þó viti hann til þess að fleiri hafi verið úti. Hann kvaðst muna eftir einhverjum átökum við brotaþola þegar þeir rifu hvor í annan. Kvaðst hann fullviss um að átök með hnífinn hefðu átt sér stað utandyra.
Ákærði kvaðst muna eftir því að hafa haldið á rafbyssu sem hann svo missti. Hann hafi aldrei beitt kylfunni. Hann hafi tekið hana upp og haldið á henni á einhverjum tímapunkti en síðar sett hana í buxnastreng sinn. Þá kvað ákærði brotaþola hafa séð andlit hans og sér brugðið við það. Eftir það hafi hann reynt að bakka úr þessum aðstæðum. Hann kvað rétt vera að meðákærða hafi verið í miklum ham allt þar til hún var handtekin.
Brotaþoli kvaðst hafa verið í sambandi við ákærðu Ingibjörgu Evu en hafa verið búinn að slíta því þegar hér var komið við sögu. Ákærða hefði hringt í hann ítrekað og hann hafi látið B svara því hann vildi ekki tala við hana. Hafi ákærða þá boðað komu sína með sms-skilaboðum til hans. Þegar bankað var á dyrnar hafi hann vitað að hún væri komin. Þegar hann opnaði hafi hann umsvifalaust fengið högg sem lenti á hnakkanum.
Hann kvaðst aðspurður ekki muna eftir öðru höggi eða að hann hefði dottið við höggið. Kvaðst hann muna eftir rauðum linsum en ákærða hafi verið með rauðar linsur. Hann hafi kallað til þeirra sem voru í íbúðinni að fara út. Hann hefði reynt að ýta frá sér og kvaðst hafa tekið ákærða Y niður í gólfið og lamið hann. Hafi hann brotnað á fingri við það. Ákærða hafi ýtt honum frá. Þá kvaðst hann muna eftir ákærðu fyrir framan hann með hníf og hann hefði sagt við hana „gerðu það, stingdu mig“. Kvaðst hann ekki hafa búist við því að hún léti verða af því.
Hann hafi ekki trúað því þegar það gerðist en hún stakk hann beint í brjóstkassann. Lýsti hann þessu sem „köldustu tilfinningu“ sem hann hefði fundið enda hefði hann borið tilfinningar til ákærðu. Hafi þau verið stödd á gangi framan við dyr íbúðarinnar og bæði hafi verið standandi. Kvaðst brotaþoli aðeins muna eftir tilteknum köflum atburðarásarinnar eftir þetta, m.a. einhverjum átökum á milli ákærðu og B.
Brotaþoli kvað ákærða Y ekki hafa slegið sig heldur reynt að verjast. Borið var undir brotaþola það sem eftir honum er haft í lögregluskýrslu um að hann haldi að ákærði hafi beitt kylfunni og um þátttöku hans árásinni. Kvað hann rétt eftir sér haft en hann myndi ekki eftir því að hafa séð ákærða Y með kylfuna eða að hann hefði beitt henni. Brotaþoli kvaðst hafa náð af ákærða klútnum sem hann var með fyrir andlitinu og hafi honum brugðið við það. Ákærði hafi strax þá beðið hann afsökunar.
B, sem er unnusta brotaþola í dag, kvaðst hafa verið stödd hjá brotaþola þegar ákærða hringdi ítrekað en hann hafi ekki nennt að tala við hana. Vitnið kvaðst þá hafa talað við hana og beðið hana að hætta að hringja. Ákærða hafi þá sent sms-skilaboð „hlakka til að sjá ykkur“. Um tuttugu mínútum til hálftíma síðar hafi verið bankað upp á og brotaþoli opnað. Kvaðst vitnið hafa séð eina eða tvær grímuklæddar manneskjur standa í gættinni og hafi önnur þeirra slegið brotaþola í höfuðið með hafnaboltakylfu.
Eftir það kvað vitnið minnið verða gloppótt, en hún hafi verið undir miklum áhrifum fíkniefna. Kvaðst hún þó muna næst þegar brotaþoli var stunginn. Hafi brotaþoli og hnífurinn verið blóðugur. Hafi ákærða stungið hann á ganginum fyrir utan íbúðina. Í kjölfarið hafi ákærða einnig reynt að stinga vitnið en hún hafi náð að koma sér út. Hún hafi hins vegar snúið tilbaka og hafi hún þá lent í slagsmálum við ákærðu, m.a. fyrir utan húsið. Brotaþoli hafi tekið hana af ákærðu og sagt henni að hlaupa í burtu. Allt hafi gerst mjög hratt og kvaðst vitnið ekki hafa séð brotaþola sleginn aftur.
Undir vitnið var borinn framburður hennar hjá lögreglu þar sem hún var spurð hvort hún hefði séð brotaþola stunginn. Svaraði hún því svo: „Nei, ég sá hann bara allan út í blóði að reyna að halda henni niðri svo að taka hnífinn af henni í þriðja skiptið, að það var allt út í blóði.“
Kvaðst vitnið hafa verið mjög reið og ósátt við að vera sett í fangaklefa fyrir glæp sem hún framdi ekki. Hafi það líklegast haft þau áhrif að hún var ekki samvinnuþýð. Þá var borið undir vitnið það sem fram kom hjá henni hjá lögreglu um að ákærði hefði verið margstunginn og að hún hefði heyrt það eftir á. Einnig nánar spurð hvort hún hafi ekki séð hnífstunguna sjálfa svaraði vitnið „ég held ekki, ég veit það ekki, ég er ekki viss“. Hér fyrir dómi kvaðst vitnið hafa séð eina stungu en heyrt um hinar hnífsstungurnar. Nánar spurð um atvikið kvað vitnið brotaþola hafa öskrað á ákærðu, „ætlar þú að stinga mig, stingdu mig þá“.
Vitnið kvaðst ekki geta lýst átökunum frekar. Hún kvaðst aðeins muna eftir átökum þar sem bæði hún og brotaþoli komu við sögu eftir að ákærða stakk brotaþola. Hún kvaðst ekki hafa reynt að taka hnífinn af brotaþola. Þá kvaðst hún ekki hafa notað skærin sem hún greip til í atburðarásinni. Það væri rétt eftir henni haft hjá lögreglu að hún hefði haft þau ef vera skyldi að hún þyrfti að verjast.
Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að hafa séð ákærða Y í átökum en hún þekkti hann ekki fyrir. Spurð um framburð sinn hjá lögreglu um að tvær manneskjur hafi komið, önnur lægri, og sú lægri hafi verið með hníf en sú hærri með hafnaboltakylfu, og þar sem haft er eftir vitninu „Hann byrjar sko að klubba hann niður eða berja hann með baseballkylfunni“, kvaðst vitnið ekki vera viss um það í dag hver hefði notað kylfuna á þennan hátt.
E kvaðst hafa hringt í lögreglu af vettvangi þegar hún varð vör við tvær manneskjur í útitröppunum. Hún hafi gengið í áttina að þeim með símann í hendinni. Þá hafi hún séð manneskju sem hélt annarri niðri og hrópaði í áttina að vitninu „þú verður að hjálpa mér, hún stakk hann“. Hún hafi einnig séð fólk koma inn og út. Bar vitnið kennsl á ákærðu bæði og kvaðst hafa séð þau á vettvangi.
Hafi ákærða verið að leita að hafnaboltakylfunni sinni sem meðákærði sagðist hafa falið. Þá hafi hún hrópað „hvar er hnífurinn minn?“. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða Y beita hafnaboltakylfu. Þá kvaðst vitnið hafa séð B, sem hún kannaðist við, og karlmann á vettvangi og átt orðaskipti við þau. B hafi haldið á skærum sem hana minnti í dag að hafi ekki verið blóðug þótt annað væri haft eftir henni í lögregluskýrslu. Þessir einstaklingar hafi farið í burtu. Þá lýsti vitnið því þegar ákærða vafði handklæði um handlegg sinn og reyndi að brjóta rúðu og síðar farið inn um glugga hússins. Hafi ákærða verið æst og öskrað.
I kvaðst hafa ekið ákærðu fyrst heim til hennar þar sem hún skipti um föt en síðan hafi þau ætlað á […] og hann hafi ekið þeim áleiðis. Hann hafi átt að bíða eftir þeim. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað hver tilgangur fararinnar var en ákærða hafi verið mjög ósátt og reið því henni hafi fundist sér ögrað. Hafi hann því giskað á að ákærða „myndi kasta höggi eða tveimur“. Kvaðst vitnið aldrei hafa séð þessa hlið á ákærðu. Hafi ákærði Y verið „pollrólegur“ og talað um að hann ætlaði að verja brotaþola ef ráðist yrði á hana. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein vopn. Hann mundi ekki eftir grímu en man eftir klút og að ákærða hafi verið með linsur. Vitnið kannaðist við að hafa séð snapchat þar sem ákærða sýndi sár á milli putta en hún hefði skorið sig þegar hún var að brýna hnífinn sinn.
H kvaðst hafa verið gestkomandi hjá brotaþola. Hann hafi séð þegar brotaþoli fór til dyra og var hann þá barinn í andlitið með kylfu. Aðspurður kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvort brotaþoli hafi verið sleginn oftar en einu sinni. Hann hafi ekki séð hver barði hann en svo hafi hann séð þegar tvær manneskjur með grímur komu. Þá hafi hann strax stokkið á fætur. Aðspurður kvaðst vitnið muna óljóst eftir einhverjum átökum í fremri gangi en honum hafi verið ýtt í stiga sem þar er. Kvað vitnið allt hafa verið mjög „kaotíst“ en á einhverjum tímapunkti hafi hann séð B. Kvaðst hann ekki hafa séð hana með skæri í hendi. Þá hafi hann séð ákærðu veifa hníf en þá var hún inni í íbúðinni en brotaþoli á ganginum.
Þá kvaðst hann muna þegar hann hélt utan um ákærðu og fór með hana í útitröppurnar. Þar hafi hann tekið í og haldið hönd hennar með hnífnum. Hafi hnífurinn verið blóðugur svo og hönd hennar. Þá kom einhver og tók hnífinn úr hendi ákærðu með því að snúa hnífnum og draga hann út. Heyrði hann síðar að það hefði verið ákærði Y. Vitnið man eftir fólki fyrir utan húsið og hafi hann beðið það um að hjálpa sér. Hann hafi í framhaldinu farið af vettvangi. Borinn var undir vitnið framburður hans hjá lögreglu um að hann hafi séð ákærðu stinga brotaþola tvívegis í bakið. Kvað hann að honum hafi sýnst það en hið rétta væri að hann hafi ekki séð stunguna.
Hvað varðar þátt ákærða Y kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvort hann hefði beitt kylfunni. Hann hafi ekki séð hann beita ofbeldi en hann hafi liðsinnt ákærðu. Borið var undir vitnið það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu um að „strákurinn“ hafi verið með hafnaboltakylfu. Kvaðst hann ekki vera viss um þetta og hver það hafi verið sem beitti kylfunni.
K kvaðst hafa verið gestkomandi hjá brotaþola og verið sofandi en hafa vaknað við skell. Hann hafi heyrt öskur fyrir utan hús en ekki séð hvað þar gerðist. Hann hafi séð þegar B og H komu inn og síðan þegar þau fóru aftur. Þá hafi brotaþoli komið inn og sagt honum að koma sér út. Hafi hann séð áverka á brotaþola á bringu og höfði.
L var einnig gestkomandi hjá brotaþola. Hann staðfesti að tvær manneskjur með grímur hefðu komið og hefði brotaþoli fengið hafnaboltakylfu í andlitið. Hann hafi ekki séð hver beitti kylfunni. Vitnið hafi þá farið út og beðið þar í stutta stund en síðan farið. Hann kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu að hann hafi heyrt einhvern kalla „hnífur, hnífur“ en ekkert séð.
J geðlæknir kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir geðrannsókn sinni á ákærðu. […]. Hún sé ekki greind með alvarlegan geðsjúkdóm en þau vandamál sem hún glími við í dag tengist fíkniefnaneyslu hennar sem magni þau upp.
F læknir staðfesti læknisvottorð sín en hann skoðaði brotaþola á slysadeild. Þá var hann spurður út í áverka brotaþola. Hvað varði áverka á bringu hafi verið um að ræða skurð sem hafi gróflega metinn verið um 2-3 cm á dýpt og náð niður í mjúkvef. Þá hafi hann verið um 2 cm langur mældur gróflega. Aðspurður kvað hann stunguna sem slíka ekki hafa verið lífshættulega en hún hafi þó gengið nærri slagæð og lunga og því hefði getað farið illa.
G réttarmeinafræðingur gerði grein fyrir réttarlæknisfræðilegri skýrslu sem hann vann í tengslum við skoðun á áverkum ákærðu og helstu niðurstöðum. Kvaðst hann hafa verið staddur á lögreglustöð vegna annars mál og við það tækifæri hafi hann verið beðinn um að taka að sér að skoða ákærðu sem hefði hlotið áverka eftir átök við kærasta sinn. Þá vissi hann að hnífur hefði komið við sögu.
Hann kvaðst ekkert hafa vitað um málavexti. Aðspurður kvað vitnið hugsanlegt að nánar tilgreindur skurðáverki á fingri gæti verið annað en varnaráverki og gerði hann nánar grein fyrir því. Kvaðst hann ekki hafa haft allar forsendur til þess að meta slíkt. Aðspurður kvað hann ólíklegt að skurðáverkinn á milli fingra gæti hafa hlotist af skærum.
M lögreglumaður tók saman frumskýrslu málsins og var einn þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang. Gerði hún grein fyrir aðkomu sinni að málinu.
N og O rannsóknarlögreglumenn gerðu grein fyrir aðkomu sinni að málinu.
Umræða