6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Framkvæmdastjóri NATO vill fleiri þungavopn til Úkraínu

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að Vesturlönd ættu að bæta í sendingar sínar á þungavopnum til Úkraínu. Stoltenberg lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í morgun, í aðdraganda fundar varnarmálaráðherra aðildarríkja bandalagsins í dag og á morgun. Rúv var á fundinum og greindi fyrst frá.

Úkraínumenn hafa ítrekað beðið um meiri aðstoð og fleiri þungavopn; úkraínskir embættismenn segja að herlið þeirra sé ofurliði borið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Fundur varnarmálaráðherra NATO hefst í kvöld og til hans eru boðnir fulltrúar frá Evrópusambandinu, og ráðherrar frá Georgíu, Úkraínu, Svíþjóð og Finnlandi, en síðastnefndu ríkin tvö hafa nú formlega sótt um aðild að NATO.