Rússnesk herþota rauf sænska lofthelgi í gær. Sænska varnarmálaráðuneytið sendi vélinni viðvörun en fékk ekkert svar. Tvær sænskar herþotur voru þá sendar af stað til að beina vélinni í burtu. Ríkisútvarpið geindi frá atvikinu.
Rússneska vélin var um skamma hríð í sænskri lofthelgi. Jonas Wikman, herforingi sænska flughersins, sagði í fréttatilkynningu að aðgerðir Rússa væru óásættanlegar og sýndu virðingarleysi gagnvart Svíum.
Umræða