-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Samband ungra  sjálfstæðismanna mótmæla myndavélaeftirliti harðlega

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Stjórn  Sambands  ungra  sjálfstæðismanna  (SUS)  andmælir  harðlega   tillögum   sjávarútvegsráðherra   um  víðtækt  og  umfangsmikið   myndavélaeftirlit   Fiskistofu  með   sjávarútvegi.  

Forsaga málsins er að í gegnum tíðina hefur ítrekað komið upp að útgerðir hafa verið sakaðar um brottkast á fiski og í sumum tilfellum fylgt með þeim ásökunum myndbandsupptökur úr fiskiskipum. Þar sem að aflanum er hent í hafið og auk þess hafa áhafnir skipa viðurkennt að afla sé hent fyrir borð í miklu mæli. T.d. verðlitlum tegundum og minni fiski sem að borgar sig ekki að koma með í land vegna þess að fyrir hann fæst minna greitt og jafnvel minna en leiga á kvóta kostar svo fátt eitt sé nefnt.
,,Eftirlit  af  þessu  tagi  býður  upp  á  misnotkun  og  brýtur  gróflega  gegn  frelsi   sjávarútvegs- fyrirtækja  og  á sér  fá  ef  einhver  fordæmi  á  Íslandi. Tillögurnar  fela  í  sér  að  komið  verði  upp  myndbandsvélum  um borð  í  skipum  með  það  að   markmiði  að  upplýsa  um  lögbrot.  Þá  hyggur  Fiskistofa  á  að  beita fjarstýrðum  drónum  í  sama   tilgangi.  Stjórn  SUS  telur  tillögur  ráðuneytisins  fela  í  sér  hættulegt  skref  í  átt að   eftirlitssamfélagi. Það  á  ekki  að  ganga  út  frá  því  að  einstaklingar  og  fyrirtæki  séu  lögbrjótar,  heldur eiga  þeir  að   njóta  vafans  gagnvart  eftirlitsstarfsemi  stjórnvalda.
Vissulega  væri  hægt  að  upplýsa  um  fleiri   lögbrot  með  myndbandsupptökuvélum,  hvort  sem  þær  séu  í skipum,  eldhúsum   veitingastaða  eða  skrifstofum  fjármálafyrirtækja,  en  slíkur  ávinningur  er  skammvinnur og   lítill  í  samhengi  við  það  frelsi  sem  samfélagið  tapar  vegna  slíks  fyrirkomulags.  Stjórn  SUS  hvetur  sjávarútvegsráðherra  til  þess  að  endurskoða  frumvarpsdrögin   með   frelsishugsjónina  í huga. Ráðherrar  og  þingmenn  Sjálfstæðisflokksins  eiga  ekki  að  leiða  í  lög   fyrirmæli  sem  skerða  frelsi borgaranna.  Við  eigum   að  grisja  þann  þétta  skóg  sem   forræðishyggin  löggjöf  er  orðin.“ Segir í ályktun stjórnar SUS.
Tengt efni:
https://frettatiminn.is/2018/03/04/onytt-islenskt-kvotakerfi-bankar-med-onyt-ved-kvota-og-byggdir-lagdar-rust/
https://frettatiminn.is/2018/02/22/thaettir-um-kvotakerfid-verdlaunadir-berlinale/
https://frettatiminn.is/2018/04/19/kaupir-eign-thjodarinnar-21-7-milljard-er-haegt-ad-vedsetja-thjodareign/
https://frettatiminn.is/2018/02/04/utgerdin-telur-23-000-kr-veidigjald-ut-i-hott-en-170-000-kr-fra-leigulidum-i-kvotaleigu-til-sin-mjog-sanngjarna/