Lögregla og viðbragðsaðilar eru nú við vinnu á vettvangi alvarlegs bifhjólaslyss skammt vestan Stigár í Austur Skaftafellssýslu.
Slysið var tilkynnt til neyðarlínu kl. 13:36 í dag. Umferð er stýrt framhjá vettvangi og má búast við töfum þar á meðan á vinnu stendur.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um máli að svo stöddu.
Umræða