66 ára karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við ránið og er í haldi lögreglu
Salernið er metið á eina milljón punda og var stolið á listasýningu, listamannsins Maurizio Cattelan. Og var hinu 18 karata gullsalernin komið fyrir á móti herberginu þar sem Winston Churchill fæddist.
Frægt er að Winston Churchill fæddist í Blenheim höllinni og er hún á heimsminjaskrá.
Lögreglan í Thames Valley staðfesti að verið væri að rannsaka innbrotið og rannsóknarlögreglumaðurinn Jess Milne, sagði: „Salernið er mikils virði og er úr 18 karata gulli og var til sýnis í höllinni áður en því var rænt. Vegna þess að klósettið var tengt og í notkun húsið hefur þetta valdið verulegu vatnstjóni. Við teljum að hópur afbrotamanna hafi notað að minnsta kosti tvö ökutæki við ránið.“
Dominic Hare forstjóri Blenheim safnsins sagði: „Við erum miður okkar vegna þessa óvenjulega atburðar, en létt yfir því að enginn særðist í ráninu. Við erum starfsfólki okkar og lögreglunni í Thames Valley mjög þakklát fyrir skjót og hugrökk viðbrögð.
Við vissum að mikill áhugi var á Maurizio Cattelan listasýningunni og margir ætluðu að koma og njóta hennar og við eigum svo marga aðra heillandi gripi í höllinni sem eftir eru á sýningunni til að sýna. Ef einhver veit eða sá eitthvað tortryggilegt í tengslum við ránið sem gæti hjálpað okkur að tryggja endurkomu klósettsins þá vinsamlega hafið samband við lögregluna í Thames Valley.“ Sagði forstjórinn að lokum.