Þörfin mikil fyrir matargjafir, höfum unnið gegn matarsóun í 17 ár
Á sjötta hundrað fjölskyldna og einstaklinga hafa sótt um matargjafir þessa vikuna þegar staðan var tekin í gær 14. september. Að baki þessum umsóknum eru 1450 einstaklingar og börn.
Opnað var fyrir skráningu fyrir matargjafir á fimmtudaginn í síðustu viku fyrir stór Reykjavíkursvæðið þ.e. fyrir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Mosfellsbæ og Seltjarnanesi.
Nú sækja einstaklingar um á netinu fjolskylduhjalp.is og fá síðan sms um hvaða dag og klukkan hvað viðkomandi getur sótt sína matargjöf. Við munum vera alla þessa viku og byrjun þeirrar næstu að afgreiða allar beiðnirnar vegna Covid 19. Undanfarna mánuði afhentum við matargjafir í Iðufelli 14 Reykjavík og að Baldursgötu 14 Reykjanesbæ sem hér segir:
Iðufell 14
Fjölskylduhjálp Íslands í Iðufelli 14 afgreiddi matargjafir til 1990 heimila frá 15, mars til 1. júlí 2020. Fjöldi þar að baki er 3446 einstaklingar.
Fjölskylduhjálp Íslands Reykjanesi Baldursgötu 14. Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesbæ afgreiddi matargjafir til 888 heimila frá 15 april til 1. júlí 2020.
Matargjafir í júlí og ágúst voru 700 talsins og einstaklingarnir að baki voru 1918 og þar af voru 412 börn.