Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur sent Fjármálaeftirlitinu kvörtun vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) fyrir hönd vátryggingafélaganna. Þetta staðfestir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB í viðtali við Fréttablaðið í dag.
Fréttatíminn hefur undanfarin ár fylgst með og fjallað um baráttu FÍB við tryggingafélögin og nú virðist kominn skriður á málið hjá FÍB.
FÍB benti á í nýlegri grein sem birtist í Fréttatímanum að tryggingafélögin, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, stæðu sameiginlega fyrir okri á bílatryggingum á Íslandi. Framkvæmdastjóri SFF greip af því tilefni til varna fyrir tryggingafélögin í svargrein sem birtist á heimasíðu samtakanna, þar sem bornar voru brigður á málflutning FÍB og iðgjaldahækkunin skýrð með tilliti til ýmissa þátta.
Félagið telur að með þessu sé verið að brjóta á neytendum og hagsmunum þeirra. Þá hefur FÍB rökstutt með gögnum að engin haldbær rök séu til að hækka iðgjöld þegar slysum hefur stórlega fækkað og vegakerfið orðið miklu betra og fræðsla. Tölurnar tali þar um og ljúgi ekki.
Runólfur hafnar alfarið málflutningi SFF, og segir: „SFF er óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og getur slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.“
FÍB telur að Katrín Júlíusdóttir, fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja, hafi brotið eigin reglur með inngripi sínu. Málið gæti endað á borði Samkeppniseftirlitsins.
FÍB skammar tryggingafélögin fyrir okur – Eiga að skila bótasjóðunum
Kæra Samtök fjármálafyrirtækja fyrir hagsmunagæslu tryggingafélaga
Discussion about this post