,,Gætum átt skuldlaus hátæknisjúkrahús í hverjum landsfjórðungi – Miklu fleiri þúsundum tonna af fiski hent en segir í skýrslum“
Skýrsla Haf- og vatnarannsókna um mælingar á brottkasti þorsks og ýsu 2016 til 2018 er 11 síður og reikna skýrsluhöfundar sér til að brottkast á þorski árið 2017 sé um 5.658 tonn.
,,þetta tiltekna ár, 2017, gengu þorskveiðar mjög vel og fiskur var mjög stór. Því virðist ástæðulaust að henda fiski, sem menn hafi á annað borð náð um borð, þegar menn eru við veiðar.“ Segir sérfræðingur í sjávarútvegi um skýrsluna það má því reikna með að staðan sé miklu alvarlegri og það mörg ár aftur í tímann en kvótakerfið hefur verið starfrækt í 38 ár.
Miklu fleiri þúsundum tonna af fiski hent en segir í skýrslum
,,Ef reiknað yrði út hversu mikið er búið að henda af fiski í sjóinn og svindla í tegundum við vigtun afla, þar sem fiskur er t.d. sagður vera ís til kælinga eða allt önnur tegund en verið er að landa auk svindls við að selja fiskinn í gegnum skúffufélög og stela undan raunverulegum verðmætum fyrir auðlindna.
Þá gætum við átt skuldlaus hátæknisjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og rekið þau með prýði. Í dag er ekki hægt að reka bráðamóttöku í Reykjavík skammlaust en þetta standa alþingismenn vörð um og þeir hafa viljað hafa þetta svona undanfarin 38 ár.“ Segir gamalreyndur sérfræðingur.
Þá segir skipstjóri til áratuga þetta um málið: ,,Frystitogarar eru ekkert að hirða annan fisk en sem passar i vinslulínuna hverju sinni og þá eftir pöntun frá erlendum kaupendum.
Kvótakerfið er ónýtt og hefur verið frá upphafi og það eru hvatar í því og hömlur sem í sumum tilfellum neyða sumar útgerðir til að henda ótrúlegu magni af fiski í sjóinn og það eru miklu fleiri tonn en 5 eða 6 þúsund árlega, það er bara dropi í hafið. Það er miklu fleiri þúsundum tonna af fiski hent en segir í skýrslum“