Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður suðvestlæg eða breytileg átt í dag, yfirleitt gola eða kaldi. Dálítið úrkomusvæði nálgast nú úr vestri og á vestanverðu landinu má búast við einhverri rigningu þegar líður á daginn, en austanlands verður lengst af þurrt. Hiti 7 til 13 stig að deginum.
Á morgun nálgast lægð úr vestsuðvestri. Það verður því vaxandi suðaustanátt og það fer að rigna sunnan- og vestanlands, víða 10-18 m/s síðdegis og sums staðar talsverð úrkoma. Á norðaustanverðu landinu verður vindur hins vegar hægari og þurrt að kalla fram undir kvöld.
Á sunnudag er svo útlit fyrir fremur hæga suðaustlæga átt með skúrum eða dálítilli rigningu, en lengst af þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag. Væta með köflum á vestanverðu landinu þegar líður á daginn, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 7 til 13 stig yfir daginn.
Vaxandi suðaustanátt á morgun og fer að rigna sunnan- og vestanlands, 10-18 m/s síðdegis og sums staðar talsverð úrkoma. Hægari vindur á norðaustanverðu landinu og þurrt að kalla fram undir kvöld.
Spá gerð: 15.09.2023 04:30. Gildir til: 16.09.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands, 10-18 m/s síðdegis og sums staðar talsverð úrkoma. Hægari vindur á norðaustanverðu landinu og þurrt að kalla fram undir kvöld. Hiti 7 til 13 stig.
Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 5-10 og skúrir eða dálítil rigning, en þurrt að kalla austanlands eftir hádegi. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 og rigning með köflum, en talsverð rigning austantil. Hvessir síðdegis og bætir í úrkomu. Hiti 8 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt og rigning um landið austanvert, annars væta með köflum. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt og skúrir, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 11 stig.
Spá gerð: 14.09.2023 21:03. Gildir til: 21.09.2023 12:00.