Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg norðlæg átt og víða léttskýjað í kvöld, en dálítil él norðaustanlands í fyrstu. Langt suður í hafi er vaxandi lægð á norðurleið og nálgast lægðin landið í nótt. Fer þá að hvessa af austri og þykknar smám saman upp, hvassviðri eða stormur og fer að rigna á Suðurlandi um hádegi, en hægari og rigning víða í öðrum landshlutum seinnipartinn. Lægðin fer norðaustur yfir landið aðfaranótt þriðjudags og snýst þá fremur hæga suðvestanátt með smá skúrum.
Næsta lægð kemur síðan á þriðjudagskvöld með nýjan skammt af sunnanvindi og vætu og áfram rignir á miðvikudag. Síðan er útlit fyrir nokkra daga með hægum vindum og þurrviðri í flestum landshlutum. Yfirleitt milt veður að deginum. Spá gerð: 15.09.2024 15:20. Gildir til: 16.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 5-13 m/s og yfirleitt léttskýjað, dálitlar skúrir eða él norðaustanlands til kvölds, en lægir síðan.
Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 15-23 m/s og fer að rigna sunnanlands uppúr hádegi, hvassast undir Eyjafjöllum. Heldur hægari og rigning öðrum landshlutum síðdegis, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Spá gerð: 15.09.2024 15:00. Gildir til: 17.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, víða 5-13 m/s og smá skúrir, en gengur í austan og suðaustan 10-15 með rigningu um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 10-18 m/s og rigning eða skúrir, en norðlægari norðvestantil. Suðvestlægari vindur og áfram vætusamt með kvöldinu, en úkomulítið á Norðausturlandi. Hlýnandi veður í bili.
Á fimmtudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað, en lengst af þurrt. Hiti 3 til 10 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og lítilsháttar væta, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Milt veður.
Á laugardag:
Útlit fyrir hægviðri, skýjað og þurrt.
Spá gerð: 15.09.2024 12:35. Gildir til: 22.09.2024 12:00.