Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast undanfarinn sólarhring en samtals voru 114 sjúkraflutningar síðasta sólahring. Þar af 20 forgangsflutningar og 20 covid tegndir flutningar.
Þá voru þrjú útköll á dælubíla og þar af var eldur sem kom upp í kjallaraíbúð við Samtún í Rvk. Tilkynnt var að fólk gæti verið inni. Við komu hafði íbúi komist sjálfur út og var fluttur á slysadeild með reykeitrun.
Greiðlega gekk að slökkva og tók slökkvistarf um eina klst.
Slökkviliðsmenn taka sóttvarnir alvarlega eins og sjá má á myndum af vettvangi, en þegar tvær eða fleiri starfseiningar koma saman á vettvang er gætt að sóttvörnum.
Umræða