• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Fimmtudagur, 8. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra neitar að svara í Samherjamálinu

ritstjorn by ritstjorn
15. nóvember 2019
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

 

Tölvupóstar um hvernig best væri að afla velvildar Grænlendinga og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra neitaði að tjá sig um frétt af Sídarvinnslunni þegar fréttamaður Rúv innti hann eftir viðbrögðum fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Nýtt mál kom upp í morgun úr þeim 30.000 skjölum sem þegar hafa verið opnberuð af Wikileaks um Samherja og fleiri. Þá hefur staða sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnarinnar verið mjög mikið til umræðu, en hann kemur víða við sögu í málefnum Samherja.
Ætlunin var að fá viðbrögð við fréttum um að Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sem bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um það, hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.

Pósturinn ber yfirskriftina: Að nema nýjar lendur

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum um hvernig hægt væri að blekkja Grænlendinga til að komast yfir kvóta þeirra

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað félaga sína í Samherja um ráðleggingar varðandi það hvernig beita mætti blekkingum á Grænlandi til að komast mætti yfir veiðiheimildir og afla velvildar heimamanna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum um hvernig hægt væri að blekkja Grænlendinga til að fá kvóta og velvild í landinu. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum á milli Gunnþórs, Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og ónefndum einstaklingi hjá Samherja, sem hefur netfangið siggi@samherji.is. Samskiptin áttu sér stað í apríl 2014, og er hluti tugþúsunda skjala sem Wikileaks hefur birt. Umræddur póstur Gunnþórs, sem birtur er orðrétt, var sendur 30. apríl 2014.

Pósturinn ber yfirskriftina: Að nema nýjar lendur

„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands,“ skrifar Gunnþór. Henrik Leth er stjórnarformaður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyrirtæki í einkaeigu á Grænlandi.
Þá spyr Gunnþór einnig í tölvupósti hvort Samherjamenn séu ekki með einhverja punkta um hvernig þeir eigi samskipti við yfirvöld í Namibíu.
Gunnþór Ingvason, sendi eftirfarandi tölvupóst til Samherja: „Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi. Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“
Samherjamenn voru mjög fljótir að svara beiðni Gunnþórs:
„Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ spyr Jóhannes í svarskeyti og beinir þá spurningunni til áðurnefnds Sigga.
„Gunnþór, ertu að leitast eftir einhverju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldarvinnslunnar.
„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunnþór Ingvason.
Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug þar til hann lét af störfum 2016, sama ár og Jóhannes Stefánsson
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/14/otharfi-ad-rifja-upp-ad-eg-hefdi-lent-i-naudgun/
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/14/thingmadur-stigur-fram-thad-stod-til-ad-raena-thessari-nyju-audlind-fyrir-framan-nefid-a-thjodinni/

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Leynd yfir ráðstöfun og sölu ríkiseigna

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Fullur í sundi og annar sviptur hátalara

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Viltu fá útborgað í evrum?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Árni Johnsen er látinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?