Bandarískur embættismaður hefur staðfest fregnir um að eldflaugar hafi hafnað í Póllandi og orðið þar tveimur að bana. Umfangsmiklar eldflaugaárásir Rússa hafa herjað víða á nágrannaríkið Úkraínu í dag.
Pólland hefur ekki átt beinan þátt í stríðinu til þessa, en landið tilheyrir Atlantshafsbandalaginu. Fjallað er um málið á vef mbl.is og þar segir jafnframt að það hafi fengist staðfest, samkvæmt heimildarmanni AP innan bandaríska stjórnkerfisins.
Nefndinni, sem saman stendur af ráðherrum varnarmála og dómsmála, auk innanríkis- og utanríkisráðherranna, er ætlað að undirbúa og samhæfa ákvarðanir sem tengjast þjóðaröryggi og varnarmálum Póllands. Piotr Müller, talsmaður Mateusz Morwicki, forsætisráðherra Póllands, segir að boðað hafi verið til neyðarfundar í þjóðaröryggisráði landsins og pólskir miðlar fullyrða að neyðarfundur sé í uppsiglingu hjá Atlantshafsbandalaginu.