3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Eldflaugar urðu tveimur að bana í Póllandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Banda­rísk­ur emb­ætt­ismaður hef­ur staðfest fregn­ir um að eld­flaug­ar hafi hafnað í Póllandi og orðið þar tveim­ur að bana. Um­fangs­mikl­ar eld­flauga­árás­ir Rússa hafa herjað víða á ná­granna­ríkið Úkraínu í dag.

Pól­land hef­ur ekki átt bein­an þátt í stríðinu til þessa, en landið til­heyr­ir Atlants­hafs­banda­lag­inu. Fjallað er um málið á vef mbl.is og þar segir jafnframt að það hafi feng­ist staðfest, sam­kvæmt heim­ild­ar­manni AP inn­an banda­ríska stjórn­kerf­is­ins.

Nefnd­inni, sem sam­an stend­ur af ráðherr­um varn­ar­mála og dóms­mála, auk inn­an­rík­is- og ut­an­rík­is­ráðherr­anna, er ætlað að und­ir­búa og sam­hæfa ákv­arðanir sem tengj­ast þjóðarör­yggi og varn­ar­mál­um Pól­lands. Piotr Müller, talsmaður Mateusz Morwicki, forsætisráðherra Póllands, segir að boðað hafi verið til neyðarfundar í þjóðaröryggisráði landsins og pólskir miðlar fullyrða að neyðarfundur sé í uppsiglingu hjá Atlantshafsbandalaginu.