Helstu tíðindi frá lögreglu 05:00-17:00 eru eftirfarandi:
- Tilkynnt um vinnuslys á hóteli í miðbænum en þar hafði starfsmaður fengið brunaáverka á hendi við störf í eldhúsi.
- Starfsmenn hótels í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að vísa út pari sem neitaði að skrá sig út af hótelinu þrátt fyrir að leigutími væir liðinn. Parinu, sem var sofandi þegar lögregla kom á vettvang, var vísað út.
- Tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 101. Slökkvilið sá um að slökkva en ekki er vistað eldsupptök er þau eru til rannsóknar.
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum.
- Tilkynnt um rafhlaupahjólaslys, en þar hafði einstaklingur fallið í jörðina og var með skurð á höfði eftir fallið. Slasaði fluttur á Bráðamóttöku til skoðunar.
Umræða