Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 26% meiri en í Evrópusambandinu árið 2022 . Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 19% meiri en í Evrópusambandinu árið 2022. Verðlag á mat og drykk var 43% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu að jafnaði árið 2022. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 2,7% á þriðja ársfjórðungi
Ráðstöfunartekjur heimilageirans jukust um 8% á þriðja ársfjórðungi 2023 í samanburði við sama tímabil fyrra árs samkvæmt bráðabirgðatölum. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,3 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,8% frá sama tímabili í fyrra.
Umræða