Margrét Friðriksdóttir var í dag sýknuð fyrir Landsrétti fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar lífláti fyrir utan skemmtistað á Grensásvegi árið 2018.
Landsréttur snýr þannig við sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars, Rúv greindi fyrst frá dómnum. Þá var Margét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Margréti var gefið að sök að hafa hótað Semu með orðunum: „Ég drep þig fokking ógeðslega tíkin þín“ eða „I’m gonna kill you, you fucking bitch“.
Áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Umræða