Gerð var stór könnun meðal félagsmanna Eflingar um það hvort að fólk vildi afnema verðtrygginguna eða halda henni. Úrslitin voru ótvíræð en yfir 90% þeirra sem að tóku afstöðu vilja að verðtryggingin verði afnumin
Fjórir af hverjum fimm eru alfarið eða mjög hlynntir afnámi verðtryggingar séu þeir sem að tóku ekki afstöðu, teknir með í reikninginn en yfir 90% af þeim sem að hafa þekkingu eða skoðun á málinu, vilja afnema verðtrygginguna. Þetta kom fram í kjarakönnun sem Gallup vann fyrir félagið í fyrra.
Ríkisstjórnin hefur sagt í stjórnarsáttmála sínum að hún muni taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en hún hefur enn ekkert gert í því. En það er krafa í kjarasamningum sem að nú hafa staðið yfir og verður líklega slitið fljótlega, að verðtryggingin verði afnumin. Ríkisstjórnin þarf núna að velja á milli þess, að afnema verðtrygginguna eða fá hér hörð langtíma- verkföll sem verða þau hörðustu sem að núlifandi fólk á vinnumarkaði hefur séð. Það er ekkert annað í boði.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2018/09/30/krafa-i-komandi-kjaravidraedum-er-m-a-rottaekar-kerfisbreytingar-afnam-verdtryggingar-ofl-litid-er-til-haekkana-kjararads/
https://www.fti.is/2018/09/25/her-er-enginn-framsoknarmadur-her-er-enginn-samfylkingarmadur-her-er-enginn-pirati-her-er-enginn-sjalfstaedismadur-her-kemur-vinstri-graenn-thingmadur-i-gaettina-en-thorir-ekki-inn/