Veðurhorfur á landinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt, víða léttskýjað og talsvert frost.
Vaxandi norðaustanátt í dag, þykknar upp og dregur úr frosti, 13-23 m/s í kvöld, hvassast syðst, með snjókomu eða slyddu á SA-verðu landinu og hlánar þar. Heldur hægari NV-til og dálítli él.
Spá gerð: 16.02.2019 00:06. Gildir til: 17.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 15-23 m/s, hvassast á Vestfjörðum og SA-landi og snjókoma eða skafrenningur, dálítil rigning eða slydda sunnan heiða framan af degi, en rofar síðan til þar. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en annars vægt frost.
Á mánudag:
Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Snjókoms eða él, en léttskýjað syðra. Dregur talsvert úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á þriðjudag:
Vaxandi austlæg átt og þykknar upp, hvassviðri og slydda eða snjókoma syðst, en annars hægara og úrkomulítið. Frostlaust við S-ströndina, en annars talsvert frost.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustanátt og vætusamt, einkum S-til á landinu og hlýnandi veður.
Á föstudag:
Lægir líklega og léttir víða til.
Spá gerð: 15.02.2019 20:04. Gildir til: 22.02.2019 12:00.