Í gær, mánudaginn 15. febrúar, var lögreglu tilkynnt um að skotið hafi verið á eitt hesthúsanna sem stendur undir fjallinu Ernir í Bolungarvík. Sjá mátti för eftir haglaskot í þakkanti og veggklæðningu hússins.
Líklega hefur skoti eða skotum verið hleypt af í átt að húsinu um sl. helgi. Þetta athæfi er litið alvarlegum augum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá öllum þeim sem kunna að búa yfir þeim og gætu skipt máli við rannsókn málsins. Grunsamlegar mannaferðir um sl. helgi eða annað sem eru vel þegnar.
Hringja má í síma 112 eða senda skilaboð hér á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Umræða