7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

– ,,Í alvöru, hvað þetta er aumingjalegt! – Ég vona svo innilega að þið finnist!

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Þetta er einn mesti aumingjaskapur sem fyrir finnst og ég vona svo innilega að þið finnist!

Í alvöru, hvað þetta er aumingjalegt!

Þessi bíll sem er gullið hennar yngstu dóttur minnar í Keflavík, var svona útlítandi þegar að var komið og leita þau feðgin nú vitna af þessum aumingjaskap.

Vá hvað ég er reið og bitur út í þá sem gera svona sem ég tel liklega vera unglinga í Keflavík sem þekkja dóttur mína og eru að kafna úr afbrýðisemi. Við ykkur vil ég segja að þið væruð ekki glöð ef þetta væri ykkar bíll sem þið væruð búin að liggja í og gera við í marga mánuði og eyða óhemju peningum og vinnu í það!
Þetta er einn mesti aumingjaskapur sem fyrirfinnst og ég vona svo innilega að þið finnist“ Segir móðir ungrar stúlku sem varð fyrir því óláni að skemmdarvargar stórskemmdu bíl hennar sem stóð á bílastæði við Hafnargötu 49 í Keflavík, á milli klukkan 8 og 12 í gær. Vitni af skemmdarverkunum eða gerendur, vinsamlega gefi sig fram við lögregluna sem hefur þegar hafið rannsókn á málinu.
,,Ég varð svo sár og svekkt og reið þegar ég sá þetta í gærkvöldi. Þetta er bíllinn hennar og hún er núna í bílprófinu og er búin að liggja í bílnum með pabba sínum, í á annað ár, og þetta er ekki í fyrsts skipti sem bíllinn er skemmdur.“ Sagði móðir stúlkunnar í samtali við Fréttatímann.