Ástralanum Brenton Tarrant var birt ákæra fyrir morð í Nýja Sjálandi í kvöld, eftir hryðjuverkin í Christchurch síðastliðna nótt. 49 létu lífið í árásum hans á tvær moskur í borginni, og yfir 40 liggja enn særðir á sjúkrahúsi. Tvennt er lífshættulega sært, þar á meðal fjögurra ára barn. Tarrant krafðist ekki lausnar gegn tryggingu og verður því í varðhaldi þar til hann á að mæta næst í réttarsal þann 5. apríl.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, segir ætla að herða byssulöggjöfina í landinu, eftir að það upplýstist að hryðjuverkamaðurinn hafði keypt vopnin á löglegan hátt. Hann keypti fimm byssur sem að notaðar voru í árásunum. Vopnin sem voru notuð voru, tveir hálf-sjálfvirkir rifflar, tvær haglabyssur og byssa með hleðslubúnaðir.