Rétt fyrir klukkan fimm í nótt hugðust lögreglumenn stöðva bifreið í miðbænum. En ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan.
Tvær ungar konur sem höfðu verið í bifreiðinni voru handteknar og vistaðar fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þær eru grunaðar um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, vörslu fíkniefna og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu ofl.
Þá var ráðist á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð af unglingum sem að flúðu af vettvangi með stætisvagni. Lögreglan kom manninum á slysadeild til aðhlynningar.
Talsvert var um ölvunar- og fíkniefnaakstur á Höfuðborgarsvæðinu og hafði lögreglan í nógu að snúast skv. dagbók hennar.