Þegar þetta er ritað eru tveir vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 124 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Eftirfarandi upptalning er því ekki tæmandi.
- Eftirlit haft með akstri leigubifreiða í miðborg Reykjarvíkur. Margt í ólagi og sektaði lögregla fimm ökumenn fyrir umferðarlagabrot.
- Tilkynnt um rán þar sem árásar þola var ógnað með hníf. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um ungmenni vera að sprengja flugelda í hverfi 108.
- Tilkynnt um stórfellda líkamsárás í hverfi 105. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um ölvaða aðila vera á öskrinu og berja á glugga í hverfi 105.
- Tilkynnt um samkvæmishávaða í hverfi 105.
- Óvelkomnum aðila vísað á brott að beiðni húsráðanda. Aðilinn hafði komið sér fyrir í sameign.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem reyndist ölvaður við akstur. Ökumaður bifreiðarinnar reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
- Höfð voru afskipti af ökumanni sem reyndist ölvaður við akstur. Ökumaður bifreiðarinnar reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um aðila sem greiddi ekki fyrir leigubifreið. Málið í rannsókn vegna meintra fjársvika.
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 109. Minniháttar slys
- Ölvuðum aðila vísað út af bensínstöð þar sem hann var til ama.
- Tilkynnt um samkvæmishávaða.
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110. Ekki slys á fólki.
- Tilkynnt um rúðubroti í hverfi 112.
- Höfð voru afskipti af þremur ökumönnum sem voru að aka of hratt. Ökumenn eiga yfir höfði sér sekt.
Umræða