Lögreglumenn á Suðurlandi ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku í gærkvöldi þrjá einstaklinga á bifreið sem þeir höfðu stolið í Rangárvallarsýslu.
Þyrla landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi og aðstoðaði við leit og fann áhöfn þyrlunnar bifreiðina þar sem hún var mannlaus nokkuð frá þeim stað þar sem bifreiðinni hafi verið stolið. Aðilarnir höfðu þá flúið undan lögreglu á fæti en voru handteknir nokkru síðar en samkvæmt heimildum er um að ræða unga menn sem struku frá meðferðarheimili á Suðurlandi eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl.
Málið er til rannsóknar og er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða