Nýr og uppfærður vefur Fréttatímans hefur nú verið tekinn í notkun
Fyrir um það bil mánuði síðan hóf Fréttatíminn hönnun að nýjum vef þar sem eldri vefurinn var þyngri í keyrslu. Núna erum við búin að setja upp öll bestu kerfi sem í boði eru 2018 og ekkert til sparað. Í vikunni var ráðist á vef RÚV og lá RÚV niðri í um þrjá tíma. Við höfum fengið á okkur margar árásir líka, einhverjir vilja þagga niður í frjálsum og óháðum miðlum, en það er ekki að fara að gerast á okkar vakt.
Allar varnir voru efldar margfalt og fengum þar bestu sérfræðinga sem að völ er á, á heims vísu.
Fréttatíminn hefur á síðustu mánuðum vaxið alveg gríðarlega hratt og eykst umferðin um vefinn umtalsvert dag frá degi, þannig að við urðum að bregðast við því með því að ná í besta búnað sem völ er á 2018.
Við fengum 100% pottþétta aðila til þess að setja upp faglegan og öruggan vef fyrir okkur og þökkum þar samstafinu við Alheim vefsíðuhönnum sem að er alveg frábær aðili ef að fyrirtæki vilja hafa alla hluti í lagi.
Ákvörðun var einnig tekin um að taka í notkun áskriftarkerfi en á það kerfi eingöngu við um einstakar greinar hjá okkur. Til þessa hefur allt efni verið 100% frítt og þannig verður það áfram um mest allt efni.
Við bættum einnig við fleiri kerfum og má sjá lista um þau hér.
Innkomin kerfi eru:
*Innskráningarkerfi
*Áskriftarkerfi
*Vinsælast
*Veður og veður næstu daga
Kerfi í vinnslu eru:
*Atvinnutorg þar sem hægt verður að auglýsa störf.
*Fasteignatorg þar sem hægt verður að leigja og selja fasteignir.
*Uppskriftir
*Sölutorg
*2 fyrir 1
Við höfum gaman að því sem að við erum að gera og þökkum ykkur fyrir að fylgjast með.
Bestu kveðjur frá okkur á Fréttatímanum sem að kemur oft á óvart. enda óháður og frjáls miðill.