Hlé var gert á annarri umræðu um þriðja orkupakkann nú á sjöunda tímanum í morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu uppi harðri andstöðu gegn þriðja orkupakkanum í alla nótt um þá þingsályktunartillöguna sem að nú liggur fyrir Alþingi.
Miklar umræður og deilur hafa verið um þriðja orkupakkann undanfarnar vikur og fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd greiddi atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt úr nefndinni en allir aðrir flokkar greiddu atkvæði með því. En mikil andstaða er við orkupakkanum hjá þjóðinni og hefur Forseti Íslands m.a. tekið við tæpum 14.000 undirskriftum fólks sem að mótmælir orkupakkanum.
Fimm þingmenn Miðflokksins kl. 06:30 eftir að hlé var gert á umræðu um 3. orkupakkann. Enn hafa ekki fundist dæmi um að þingfundur hafi staðið eins lengi fram á nótt/morgun og ekki heldur um eins langa samfellda umræðu. Þó voru þeir bara rétt að byrja. Enn voru nokkrir þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá þegar umræðum var frestað